Mér finnst svo skrýtið hvernig við lifum, afhverju þarf manneskjan að vera svona ófrjáls?
mér finnst þetta of gróft, maður getur ekki notið lífsins, þ.e. ef maður er lélegur í skóla, fæðist í “vitleysu landi” (lol) eða eitthvað, meina t.d. hér á Íslandi gengur allt og fellur á því hvernig manni gengur í skóla, þ.e. ef maður er ekki góður íþrótta maður eða listamaður, og ef skólakerfið hentar manni ekki þá er maður bara heimskur, og vinnur í láglaunavinnu allt sitt líf, allavega, mér finnst það versta sem hafi gerst fyrir mannskepnuna er þessi peningavelta - eða hvernig á að orða þetta, hvað við þurfum peninga fyrir allt.
Ef maður á peninga þá er maður ekki frjáls því maður þarf að vinna svo hart fyrir þeim, en maður er ekki frjáls nema að eiga peninga og maður fær ekki peninga nema að vinna hart fyrir þeim! Þetta er brjálæði, og mér finnst þessi þróun hafa eyðilagt manninn, meina mér langar að geta farið út í skóg hoggið niður tré byggt hús hvar sem er og svo framvegis, en já, my main point er, og það er svosem það “heimspekilegi” parturinn af þessu, er á maðurinn sem “dýrategund” að geta lifað svona? Þið sjáið ekki ketti verzla með hús og lóðir og mat, erum við gerð til að þola þetta, ég held bara ekki, held við ættum að hverfa til eldri tíma og go back to “survivor of the best” og hvað er málið með að lifa sem lengst? Til 90 ára, lifa lífi sem hefur engann tilgang, að því er virðist, það er einhvern vegin búið að breyta öllu þannig að það er í raun enginn yfirnátturulegur tilgangur með lífinu eins og það ætti helst að vera, heldur virðist tilgangur hvers og eins að ná sem lengst í lífinu, verða ríkur og ekki hugsa of mikið um aðra á meðan, fáránlegt, jújú, það eru til menn sem hugsa um “fátæku og sárþjáðu” og eru ríkir og lifa góðu lífi sjálfir, og ég er ekkert að sverta það hjá þeim, en þeir eru fáir miðað við heildarfjöldann, en tilgangur lífsins er að mínu mati er án efa yfirnátturulegur, og eða að hjálpa öðrum ef maður fær tækifæri til þess.
En svo er hugmynd um að hver og einn gefi lífi sínu tilgang, svo hér með ætla ég að helga lífi mínu í hús sem ég smíða sjálfur úr timbri sem ég hegg sjálfur og megi byggja það hvar sem ég vill… ;)