Þessi pæling verður líklega aldrei leyst sem slík.. þar sem það er ekkert RÉTT svar til.. eins og það er ekki til neitt RÉTT siðferði.. (raunar hafna ég siðferði sem slíku sjálfur.. en það er annað mál)
Til þess að komast nær því að skilja pælingu þína er gott að greina hana RÆKILEGA í helstu þætti.. sem eru innifaldir í pælingunni eða spurningunni.. finna spurningarnar sem eru faldar í aðal spurningunni..
————————————————–
1. Hvernær verður líf einstaklingur?
- Hvað er einstaklingur? .. ss hver er skilgreiningin á einstaklingi?! .. hvernig ættum við að geta talað um eintaklinga, nema að vita upp á hár hvenær einstaklingur er sannarlega einstaklingur..
Hugsanlegt svar myndi eflaust byggja á líffræðilegum/læknisfræðilegum grunni.. það yrði í raun spurning um viðmið.. spurning um samkomulag.. þar sem það væri í raun hægt að skilgreina 1stk frumu sem einstakling ef vilji væri fyrir því.. og þá væri maður vodur ef maður klóraði sér eða hnerraði..
————————————————–
2. Hvenær á eða má eyða fóstri? ..
- Má eyða fóstri?! .. sumir munu einfaldlega segja nei! það er bara ekki hægt.. þeir vitna þá væntanlega í óskrifaðar “reglur” sem þeir kalla siðferði..
Aðrir munu segja já, en ekki alltaf.. þá liggur beint við að vita hvenær það er ekki leyfilegt/hvenær það er leyfilegt.. finna skilgreiningu sem hægt væri að fara eftir..
Enn aðrir segja að það sé einfaldlega leyfilegt að eyðafóstri, alltaf.
————————————————–
3. Þú, með þessari grein ert líklega að velta fyrir þér hvort fóstureyðing sé alltaf leifileg?…
..“Ok, mamman veit að barnið mun vera þroskaheft, en hún veit ekki hvort það geti orðið hamingjusamt, farsælt í lífi og starfi, eða hvort það mun verða heilbrigt að öðru leyti…á hún rétt á að eyða því bara því það er þroskaheft?, og ef hún eyðir því, er hún þá að eyða bara einhverju fóstri, eða er hún að eyða persónu í mótun, með eigin persónuleika, tækifæri og framtíð…”..
Veltum því þá fyrir okkur..
Réttur:
Hugtakið “réttur” kemur fyrir hér í textanum.. margt fólk notar þetta hugtak stöðugt um allt mögulegt.. en ég hef persónulega ekki séð ástæðu til að tala um “rétt” nema í lagalegum skilningi.. margir vilja eflaust ekki kyngja því, en við þufum að vita nákvæmlega hvaða “rétt” við erum að tala um.. og hver getur ákveðið hvað “réttur” er?! .. ég ætla allveganna ekki að búa til einhvern “rétt” til að nota hér.. og vitna því í LÖG sem eina raunverulega “réttinn”..
Þá spyr maður: “Hefur móðirin rétt til að eyða fóstri?” ..
svar: “Já”
spurning:“Alltaf?”
svar:“Það held ég. Ég held að lögin leyfi það undantekningarlaust.” ..
OK.. svo getum við pælt hvert markmið laga sé.. og hvort þau séu eins og þau ættu að vera.. en geymum það í bili ;) … Hvort fóstrið er einstaklingur eða ekki breytir því engu um “rétt” til fóstureyðingar.. Væntanlega ertu að pæla í því hvort fóstureyðingin væri morð ef fóstrið teldist “einstaklingur”.. en þar sem það er löglegt að eyða fóstri, breytir litlu hvort fóstrið er einstaklingur eða ekki. Það er jafn löglegt fyrir því. Það er því foreldranna að ákveða hvort það vill eyða einstaklingi, ef fóstrið telst einstaklingur. Fóstureyðing frá sjónarhorni “réttar” er ss alltaf leyfileg, ef það stemmir að fóstureyðing er alltaf leyfð.
————————————————–
4. Viðmið í ákvörðun foreldra:
Við skulum nálgast málið frá sjónarhorni móður/foreldra.. sem hafa valið, og þal valdið í málinu..
Í raun skv lögum skiptir það í raun ekki máli hvað foreldrar eru að hugsa þegar þeir taka ákvörðun sína..
Möguleikarnir eru óteljandi.. það er hægt að gefa sér endalausar ástæður fyrir fóstureyðingu, ekki endilega “góðar” í hefðbundnum skilningi, bara einhverja ástæðu..
Mér sýndist þú hafa eftirfarandi í huga, við þess háttar ákvörðun: .."[...]hvort það geti orðið hamingjusamt, farsælt í lífi og starfi,[...]“..
Inni í þessu felst ”hamingja“ og ”farsæld í lífi og starfi"..
- Spurning: Hvað er hamingja?
- Spurning: Hvað er farsæld í lífi og sarfi?
… svona sundurgreiningar virðast kannski fáránlegar, en að mínu viti er ekki hægt að komast að skynsamlegri niðurstöðu án þeirra..
..Ég veit td ekki hvað hamingja er í raun.. er hún vellíðan?, öryggi, einhverskonar ást(hvað er ást)? .. hamingja er kannski einhverskonar kokteill af jákvæðum tilfinningum yfir ákveðið tímabil.. það tímabil mindi þal vera hamingju ríkt tímabil.. eða hvað? [gefum okkur það að hamingja sé þessháttar kokteill tilfinninga á ákveðnu tímabili].. Er hægt að spá fyrir um hamingju væntanlegs afkvæmis? .. Það má eflaust leiða að því líkum að afkvæmi verði ekki hamingjusamt í ákveðnum tilvikum.. td vegna mikillar fötlunar sem myndi hamla einstaklingnum því að öðlast hamingju eins og við þekkjum hana, eða myndum sætta okkur við.. en við getum eflaust aldrei vitað það með vissu..auk þess sem hamingja er að mínu viti afstæð að miklu leiti (þó líklega ekki að öllu, þetta er líklega einhverskonar efnaskipta-ferli í heilanum, sem væru væntanlega ekki afstæð.) Ég veit ekki hvað hamingja er í raun. Aðferðir til að spá fyrir um hamingju væntanlegs fósturs eru ófullkomnar. Við getum því í raun aðeins leitt líkur að væntanlegri hamingju eða óhamingju, með því að miða við okkar eginreynslu, og kröfur um lífsskilyrði. Eða hvað?..
Farsæld í lífi og starfi..
[gef mér að farsæld sé velgengni]
Velgengni í lífi og starfi..
Það er eflaust auðveldara að spá um velgengni í starfi, en í lífinu yfir höfuð..
Flest störf eru vel skilgreind og auðvelt að sjá hvort viðkomandi einstaklingur muni alls ekki spjara sig í starfinu.. td vegna fötlunar.
Velgengni í lífinu, krefst aftur á móti skilgreiningar, þar sem lífið hefur enn ekki verið skilgreint eins og um starf sé að ræða.. (samt er ótrúlegt hve fólk miðar velgengni í lífi mikið útfrá velgengni í starfi..) Ef við ætlum að spá fyrir um velgengni í lífinu.. verðum við að skilgreina hvað velgengni í lífi sé. Mig grunar að það sé jafnvel afstæðara en hamingja.. þar sem fólk getur talið sig hafa notið velgengni í lífinu, þó að aðrir telji það ekki.. [gefum okkur að velgengni í lífinu snúist um að, stofna fjölskyldu, menntun, fárhagslegt öryggi.. osfrv]
skv þessháttar skilgreiningu er auðveldara að spá fyrir um hvort velgengni í lífi verði náð af væntanlegum einstaklingi, eða hvort þessháttar velgengni sé nánast útilokuð..
Mig grunar raunar að þegar þú veltir þessum atriðum upp, sem viðmiði við ákvarðanatöku, um hvort það ætti að eyða fóstri eða ekki.. þá sért þú í raun að velta þessum atriðum upp, sem hugsanlegum tilgangi í lífinu, .. tilganginum með lífi einstaklingsins, markmiðum einstaklings í lífinu, hvort það ætti að fæða einstakling eða ekki.. sem hefur ekki möguleika að ná þessum markmiðum, þe tilgangi lífs hans..Það liggur beint við að spyrja hver tilgangur lífsins sé í víðasta skilningi.
..Þetta eru ss dæmi um viðmið, þegar ákvörðun um fóstureyðingu er tekin..
————————————————–
5. Ályktun:
1.lagi
Er vonlaust fyrir mig að koma þessu almennilega frá mér hér svo að ég væri sáttur og ég nenni bara ekki að skrifa meir ;)
2.lagi
Þarf að skilgreina hvað einstaklingur er.
3.lagi
Fer réttur foreldra til fóstureyðinga eftir lögum.
4.lagi
Ákvörðunin um fóstureyðingu er fullkomlega í höndum foreldra.
S.s. það er ekkert rétt/rangt í málinu nema skv hugmyndum foreldranna í málinu. T.d. hvort það sé rangt að eyða einstaklingi. Það er þeirra að ákveða reglurnar, sem þau miða við. Foreldrar geta ss valið sér siðferði eftir smekk ;)
5.lagi
Í tiltölulega stuttum texta felast oft ótrúlega margar spurningar. Ein spurning, krefst þess oft að mörgum öðrum sé svarað.
Þessvegna er mikilvægt að vita nákvæmlega hvað þú ert að spyrja um. Gera sér grein fyrir spurningunum sem fylgja spurningunni sem er varpað fram.
6.lagi
Þetta mál er svo flókið, því er enn þá mikilvægara að pæla vel í “5.lagi”.
7.lagi
Spurningar kalla á fleiri spurningar. Það er alls óvíst hvot að nokkur svör séu í raun til.
8.lagi
Nenni ég þessu ekki lengur… Ég þyrfti líklega miklu meiri tíma og pláss til að vera sáttur við svarið mitt..