Halló allt fólk!
Ég verð nú bara að sitja hér og öfunda ykkur af þessari endemis bjartsýni ;)
Ég á nú bara erfitt með að brosa, hvað þá meir :)
Þessvegna er ég voða feginn að þessir broskallar gera það fyrir mig “:)”
Reyndar verð ég bara að vera soldið svona pirraður út í samfélagið, þann hluta þess sem auglýsir sífellt eftir “hressum”, “jákvæðum” eða öðru fólki sem getur bara ekki hætt að vera svo æðislega svakalega hresst… Hvers á maður eins og ég að gjalda?! Á mar bara ekki að fá vinnu í dag ;) Ég bæti kannski fyrir þetta með biturri kaldhæðni, ég veit ekki..
Hmm.. kannski er ég bara andlega fatlaður og ætti að fara á bætur?! Á meðan samfélagið er að trippa á einhverskonar hamingju trippi, eða að hlæja að einhverjum brandara sem ég get bara ekki fattað?!
Annars held ég að málið sé nú bara að vera ekki að rembast við þetta, ég reyni svona að vera hvorugt, ekki hamingjusamur og ekki óhamingjusamur, mar fer svo flatt á því að reyna að eltast við einhverja tálsýn sem gæti kallast hamingja… mar nær henni aldrei fullkomlega.. það er bara málið að vera sáttur mundi ég halda.
Varðandi tilganginn með þessu öllu.. þá hef ég ekki fundið hann enn .. og mig grunar að hann sé bara ekki til staðar.. tilgangur ef hann þarf að vera til staðar, hlítur því að vera sköpun einstaklingsins..
Kannski er hægt að líta á líf sitt sem eina allsherjar sköpun, sem lútir eigin lögmálum.. Þannig að lífið verður svona eins og eitt allsherjar persónulegt listaverk hvers og eins… sem enginn getur í raun metið, það skapar sinn eiginn veruleika og heim, lögmál útaf fyrir sig.. sem engir dómar vinna á.. heldur hrökkva af fyrirbærinu eins og vatn af gæs.. kannski?!
P.S. ég skil nú ekki í þér tannbursti að vera að amast eitthvað í honum mAlkAv.. eiga ekki öll dýrin í skóginum að vera vinir?! Annars hef ég enga skoðun á því hvernig lífið í skóginum ætti að vera… hmmm.. *klóra í haus, hrukka enni.. osfv*