Nú eru trúmál eitt af því sem mennirnir geta verið sammála um að vera ósammála um. Það hafa allir e-a trú og það skilgreina allir sína trú eftir sínu nefi. Ég held að maðurinn höndli það ekki að vera einn í heiminum svona lítill og varnarlaus þannig að hann býr sér til e-a æðri veru sem hann kallar Guð og trúir á hana í blindni til þess að bæta sig upp. Trúin getur verið að hinu góða og það getur verið mjög gott að fylgja t.d. boðorðunum til þess að hjálpa sér í lífinu og láta segja sér hvað er rétt og hvað er rangt. Trúin er líka af hinu slæma og mörg stríð hafa byrjað út af trúarágreiningi til dæmis í austurlöndum nær: deilur gyðinga og araba, í Íran þegar þegar islamskt ríki var stofnað undir forystu klerka s.s. Ayatollah Khomeini en það sló tóninn í framþróum íslamskrar ofsatrúar og í Írak þar sem ósættir hafa verið vegna trúarklofningar - súnnítar - shiítar.
Þetta eru bara örfá dæmi um ofbeldið sem túin getur haft í för með sér. Margir ofsatrúar hópar hafa verið stofnaðir og þeir hafa oft verið valdar af ofbeldi.
Þannig að ég spyr bara hvort að trúin sé eins góð og fólk telur sér “trú” um.