Ég var svona að pæla…Er heimspeki korkurinn dautt áhugamál? Því það fækkar alltaf greinum sem koma inná hann, og ég er ekki mjög ánægður með það, því allir á Íslandi geta verið heimspekingar, maður þarf bara nettengingu, að kunna að skrifa á íslensku(ensku, dönnsku eða eitthvað). Það eru líka margir sem halda að heimspekipælingar, séu bara einhverjar nördahugsanir, og draga þá ályktun að ef þeir bara svo mikið sem pæli í því hvað heimspeki sé, jaaaa….eða bara lesi grein verði þeir bara á sekundunni. En mér finnst að fólk ætti bara að fara að skrifa eins og þeir eigi um lífið að leisa inná þennan kork, þangað til puttarnir þeirra geti ekki meira…Eða allavega bendi fólki á þennan kork, því það er margt áhugavert inná honum sem vert er að eyða tíma sínum um að lesa um(ólíkt World Of Warcraft og þar eftir veginum). Þess vegna ákvað ég að leggja mitt “framlag” í púkkið og skrifaði smá pælingu hérna í hvelli, bara til að setja einhverja grein hérna inná!:D Vona ég að þið kunnið að meta hana og lærið af henni.
Gjöriði svo vel!
Er slæmt að ljúga?
Frá því að allir eru börn, er alltaf sagt við mann og maður sannfærður um það að það sé ljótt að ljúga, en getur það ekki verið gott að ljúga líka. Lygar geta bjargað fólki, en geta einnig eytt mannslífum. Eins og tökum Garðaskóla til dæmis, ef einhver kemur kjaftasögu af stað um að einhver “aumingji” í 7. bekk hafi stolið hjóli hjá einhverjum “hátt settum” í goggunarröðinni í 10. bekk, þá yrði hann alveg pottþétt barinn til óbóta. Þessi lygi væri náttúrulega slæm, en…Ef það hefði verið að lóga hundi í fjögurra manna fjölskyldu, 2 krakkar 14 ára og 7 ára, væri þá ekki lygi að segja barninu(þessu 7 ára) að það væri verið að senda hann upp í sveit. En væri ekki líka illkvitnislegt að segja satt og láta barninu líða illa? Ég hugsa að þarna hefði ég frekar sagt ósatt, logið, barnsins vegna, svo ég hugsa að sama á hvaða hlið fólk hugsar um þessa pælingu, myndi það eiginlega alltaf hallast hálfpartinn að því að það geti verið gott að ljúga en maður eigi að gera það eins sjaldan og maður getur. Svo ég myndi segja að það væri ekki alslæmt að ljúga…í öllum tilfellum, en telst að hagræða sannleikanum líka til þess að ljúga?
Þá pælingu skil ég eftir fyrir einhvern annan til að “pæla” í.