Hér kemur ein þunglyndisleg pæling, um tilgang okkar sem hugsandi verur og hver tilgangurinn með þessu öllu er, ef einhver.
Þegar ég var patti, fór ég í heimspekiskóla fyrir börn, hjá honum Hreini Pálssyni. Mar var farinn svona að velta hlutunum fyrir sér áður enn mar fór þangað. En þegar mar kom þangað til hans Hreins þá var náttlega miklu meira aksjón og gerjun í huga manns. Þetta var gefandi reynsla fyrir ungan snáða, sem hafði hingað til verið einn með hugsanir sínar. Nú var hægt að velta hlutunum fyrir sér og heyra hvað aðrir voru að pæla. Ég var slatta tíma þarna, og kláraði námsefnið ef svo má segja, fór ss í gegnum allan ferilinn þarna. En þá var náttlega bara hægt að byrja aftur með þeim sem voru að byrja og fara aftur yfir sama námsefnið. Ss mar gat ekki hangið þarna endalaust.. og mar náttlega bara hætti.
Þá var maður aftur einn með eigin hugsunum, eins og snáðinn áður. En eftir þessa reynslu skoðanaskipta og sköpunar, er ekki hægt að slökkva eða bæla áleitnar pælingar. Þannig að mar vann og dundaði með heimsgáturnar, í hljóði. Það nennir eingin venjulegur krakki, allajöfnu að ræða um heimspeki, allaveganna hitti ég fáa. Þannig að hugmyndaheimur minn þróaðist eins og einmanna sker í úthafi. Gott og vel…
Mar var náttlega í skóla og fræddist um sitthvað eins og hver annar… Heimspekilegar vangaveltur mínar nutu auðvitað aukinnar almennrar þekkingar, og héldu áfram að þróast. En nú kem ég að aðalatriði þessarar greinar. Pælingarnar urðu æ dekkri, og hinar barnslegu hugmyndir fóru að taka á sig annan og myrkari tón.
Ég veit ekki hver kannast við “tómhyggju” eða heimspekilegan “nihilisma”… en það sem var að gerast, var það að litli brosmildi drengurinn var smánsaman að breitast í “dökkan”, bitran, neikvæðan og kvaldari tómhyggjumann… eða “nihilista”(heimspekilegan ekki í pólitískum skilningi)…
Þessi þróun þykir mér næstum óhjákvæmileg, hjá þeim sem er sama um eigin líðan eða nokkurt annað… nema þróun og fágun eigin pælinga. Ss í mínum huga er afleiðing þess að stunda heimspeki, svipuð því að missa sakleysi sitt, horfast í augu við tómið sem umlykur okkur, óvissan sem er raunveruleikinn. Ss heimspeki verður ástríða, masókísk kvöl til lengdar.
Það er ekkert sem segir að mannkyn ráði við “sannleikann” eða hvaða afleiðingar það hefur fyrir einstaklinginn að vita sífellt meira… eða kannski vita sífellt betur hve lítið hann veit…
Annars snýst þetta ef til vill meira um að vita hvað getur ekki verið.. reyna jafnvel að nálgast heiminn og þekkingarleitina með útilokunaraðferðinni, en að þykjast geta framleitt þekkingu með heimspekilegum aðferðum, sem mér þykir ekki vænlegt til árangurs. Ef til vill gerist heimspekingurinn mölfluga, sem spíralar hring eftir hring í kring um eldinn, nálgast hann stöðugt þar til hitinn verður óbærilegur… kannski er leið heimspekinnar leiðin til glötunar!? Eins og mölflugan sem sér ekki aðstöðu sína í heild en getur ekki annað en haldið uppteknum hætti, þá sér heimspekingurinn ekki óhjákvæmilega niðurstöðu sífeldrar viðleitni sinnar, viðleitni sem er orðin honum nauðsyn.
Hinir Grísku heimspekingar og aðrir heimspekingar fyrri tíma, höfðu ekki þekkingu, sem okkur þykir sjálfsögð í dag.. Það er einnig alls óvíst hvort þeir hefðu gerst heimspekingar í nútíma heimi, en eitt er víst kenningar þeirra væru ekki þær sömu í dag og þær sem þeir mótuðu í denn…
Spá Nietzsche situr enn í mér.. Hann talar um nýja kynslóð heimspekinga, sem hann taldi vera rétt handan við hornið. Heimspekingar sem létu sér fátt fyrir brjósti brenna, ef ég man þetta rétt.. (Handan góðs og ills forleikur að heimspeki framtíðar e. F. Nietzsche)
(Mín túlkun.) Heimspekingar framtíðar eru ekki hinir björtu boðberar einhverra kenninga um ágæti og mikilleika mannkyns… Þeir eru öllu heldur hinir kaldhæðnu tómhyggju menn, sem hlæja þegar aðrir þeigja. Þeir búast ekki við góðum endi, hvaða endir er svo sem góður og hver slæmur.. haha… Þú skilur.. Heimspekileg viðleitni hlýtur skv þessu að leiða til ákveðinnar afhjúpunar, sýnar sem þarf alls ekki að valda manni vellíðunar, enda er EDEN/himnaríki undantekningin í heiminum frekar enn reglan. Heimurinn er ekki hannaður fyrir mannshugann til að skilja… maðurinn neyðist til að aðlagast eða tortímast… Þannig að heimurinn þarf ekki að falla að smekk hins leitandi heimspekings, hann getur jafnvel virkað fráhrindandi í sinni naktari mynd, og valdið vonleysi og tilgangsleysi, þess sem sér innviði hans betur.
Þessi sýn að mínu viti, byggir á þekkingu sem raunvísindin veita okkur, sem og önnur þekkingarfræði… Það sem heimspekingurinn bætir við… er viðleitnin til að púsla saman því sem er vitað, útiloka það sem getur ekki staðist skv því sem er vitað… Lokaniðurstaðan eru svona útlínur, eða skuggamynd af heiminum í stærra samhengi, og jafnvel staða mannkyns sem og annars lífs í heiminum… Þessi heimsmynd getur aldrei verið vísindalega nákvæm, hún er byggð á tilleiðslu, svipað og veðurfræði, en líkt og Demokrítos spáði fyrir um atómið, þá er notagildi heimspekinnar lúmskt.. Kannski má orða kosti heimspekilegrar hugsunar eða viðleitni þannig, að heimspekingurinn bendir á líklegan stað til að grafa eftir “fjársjóði”, þeas hann væri líklegri til að eyða færri tilraunum í að grafa eftir þekkingu, með td vísindalegum hætti. (Það er raunar hægt að deila um hvað sé þekking, eða hvenær hlutir séu sannaðir, en hér hef ég talað um þekkingu í hverdagslegri merkingu.)
S.s. svo ég komi mér aftur að efninu… Þá er ég að halda því fram að heimspekileg viðleitni, sé ekki alltaf einstaklinginum sem streðar við að sjá heiminn betur, til “góðs”. En þá spyr mar hvað er til “góðs”, er þekking alltaf til góðs.. Byggir það ekki á smekk hvers og eins hvað hann telur til góðs fyrir sig.. Jú ég held það… Ég er td löngu hættur að líta um öxl og vil bara meira og meira og meira … þótt það sé mér ekki til góðs í almennum skilningi, td sé mér ekki hollt.
Ss. ef heimspeki væri lyf eða matvara, þá er ég að skrifa viðvörunarmiðan á umbúðunum: Langtíma notkunn getur valdið þunglyndi, tilgangsleysi, aldlegri sálarkreppu… getur valdið því að notandi fjarlægist annað fólk og það hættir að skilja notandann, það gæti komið að því að hugur þinn mun aldrei vera samur og þér líður aldrei aftur eins og þér leið einu sinni, notandi gæti einnig farið að þjást af krósnísku raunsæji, jafnvel bölsýni…
Þetta er bara brot af þeim “neikvæðu” langtíma aukaverkunum eða aðalverkunum þess að stunda heimspekina af einhverju viti…
Mér hefur af þessum sökum stundum verið hugsað til heimspekiskólans gamla góða… Hvort að Hreini hafi grunað að hann gæti farið að framleiða heila kynslóð af tómhyggjumönnum… Ég velti fyrir mér hvort hinir minni spámenn innan heimspekinnar, þeir sem hafa aldrei séð það sem ég hef verið að tala um, hafi velt þessum möguleika fyrir sér. Að nemendur þeirra verði alls ekki eins og þeir sjálfir, sumir verði jafnvel heimspekileg skrýmsli, sem sjái heiminn allt öðrum augum en þeir sjá hann.. Þolir samfélagið fleiri heimspekileg skrímsli, en þau sem ráfa um jörðina nú?! Mundi fjölgun þeirra ekki þýða algera afhjúpun á gildum samfélagsins, til að nefna dæmi?!.. En nú veit ég bara ekki…
… En eitt tel ég víst.. að tími heimspekings framtíðar sé óðum að renna upp… tími fyrir heimspekileg skrímsli, eins og mig.
[Ég vil afsaka kæruleysislegan stíl, sem ég hef gerst sekur um að stunda hér á netinu, en innihaldið á að vera á sínum stað óskaddað. Ég vil benda á hljómsveitina Nirvana til að öðlast frekari tilfinningu á tómhyggju, þar sem hún hljómar voða tómhyggjulega, þó að Kurt og félögum sé það kannski að eilífu hulið og það hafi ekki verið ætlun þeirra. Og þá meina ég lika bara tilfinninguna, ekki pælingar.]