Grænmeti og ávextir Ég hef hérna smá kenningu, hún hljómar þannig að maðurinn ætti að geta lifað á grænmeti og ávextum eingöngu. Ekki get ég séð fram á það að fólk myndi fá offitu eða þjást af aneríxu ef það myndi alltaf borða hollan mat.

Ef það er rétt hjá mér, þá eru öll vítamín og steinefni sem við þurfum inni í ávöxtum og grænmeti.

Maður á ekki að þurfa drepa til þess að borða, enda eiga allir að fá að lifa í friði.

Eini gallinn við þessa kenningu er sú að ekki sé ég að þetta sé hægt hérna á Íslandi, en var það ekki þannig fyrir mörg þúsund árum að allstaðar var heitt á jörðinni og maður gat ræktað hvað sem er? En svo kom maðurinn með sínar uppgvötanir og byrjaði að eyða heiminum og þá fór ósonlagið í crap?

Er eitthvað vit í þessu, hvað finnst fólki?

ATH: tek ekki ábyrgð á stafsetningarvillum, þær sendist til tannbursti@hugi.is