Sannleikur
Tilvist Sannleiks og vitneskjan um sannleik í tengslum við sjálfið.
Nánari skilgreininga er þörf, líkt og að talnagildið Fí sé 1.61803399.
(sem skilgreining)
Sannleikur er það sem eitthvað er óneitanlegt, líkt og talan Fí.
Það er eiginlega voða lítið sem við getum tekið fyrir “raunverulegan” sannleik, þótt flest okkar geri það, líkt og að jörðin sé kúla, alheimurinn sé óendanlegur, tíminn líður. Sannleikur er í sjálfu sér ekki til. Fyrir alls ekki svo löngu síðan var það viðtekinn og óhrekjanlegur sannleikur að heimurinn hlyti að vera flatur og þeir sem gengu eður sigldu of langt í eina tiltekna átt ættu það á hættu að detta óskemmtilega fram af honum og þarmeð enda líf sitt.
Nú, eftir að við höfum lent á tunglinu, mars og sent tilvonandi brotajárnshauga með útvarpi og myndavél út í kosmóin er það viðtekið að hann sé hnöttóttur og ennfremur hefur orðið “heimur” breyst og verið skipt út, núna er það jörðin í stað heimsins og heimurinn er það sem jörðin er staðsett í og er á fleygiferð í.
Ég hugsa, þess vegna hlýt ég að vera. Það eru ákveðnir hlutir sem flest okkar upplifa og eru svo óneitanlega “til staðar” að þeir hljóta að vera, líkt og þyngdaraflið,tíminn og sólin.
Gildir einu hvort jörðin er flöt eða hvort sólin er mjög risavaxinn lampi á eldhúsborði Javeh…þeir eru “til staðar” því ég upplifi þá.
Þótt ég geti allteins verið heili í krukku sem upplifir tilbúinn veruleika er sá tiltekni veruleiki “Sannleikur” fyrir mér sem tilraunadýri í lélegri B-mynd. Þetta“ég” er það eina sem ég get verið viss um þótt upplifanir mínar séu tilbúningur umhverfisins (tilraunarstofu Dr. Franklenstíns) eða upplifanir lífveru raunverulegrar tilveru.
Lítum á ofangreinda fullyrðingu “ jörðin er hnöttótt”. Ég hef aldrei sannlega séð eða upplifað óhrekjanlega reynslu sem sýnir mér, óneitanlega, að jörðin sé hnöttur, það hefur eiginlega enginn gert. Hve mörg okkar hafa gengið í kringum hnöttinn?
Við höfum því Vitneskju um sannleik, að jörðin sé hnöttur en ekki kúla, þyngdaraflið sé til staðar og að Fí sé u.þ.b. 1.618 og þvíumlíkt. Það verður í sjálfu sér sannleikur eins og hvert sjálf upplifir það, þótt það sé óvéfengjanlega ekki mögulegt.
Ég hef etv valið óheppilegt orð og þó ekki,”sannleikur”. Staðreyndir er það sem flestir myndu kalla þetta. En kíkið í íslensku orðabókina;
orðin “sannleikur”,”staðreynd,”raunverulegur”,”þekking” og “vitneskja” fá fremur endastutta skýringar sem allar ýja að því sama, sem er fremur óljóst og vísa manni fram og til baka án þess að neinn raunverulegur skilningur á orðunum fáist. Altént í minni útgáfu semi kalla mætti aldraða.
Allavega..
Þótt þessi setning sé fremur asnaleg mætti líta á sannleik sem vitneskju um sannleik.
Þetta þvaður hingað til er að ýja að andlegri leti má segja.
Fólk tekur almennt vitneskju um sannleik, mikilvægum eður ei, sem sannleik.
Þetta fer óneitanlega í taugarnar á mér.
Of margir eru ánægðir með fremur grunnhyggna nálgun að eigin tilveru, þ.e. að taka vitneskju um sannleik sem sannleik án þess að nenna að hugsa um að þetta sé vitneskja eigið sjálfs á sannleik, án þess að reyna virkilega að nálgast vitneskjuna sem vitneskju um sannleik fremur en sannleik. (Haha, það er frekar fyndið að lesa þetta).
Hvernig er hægt að meðtaka sannleik, sem er í raun vitneskja um sannleik á þess að meðtaka að öll vitneskja er að mörgu leyti óáreiðanleg og háð breytingum?
Við erum verur sem bregðast við áreiti umhverfisins sem við skilgreinum í formi upplýsinga, sem við vinnum úr og bregðumst viðeigandi við. Hvernig við bregðumst við fer eftir okkar þekkingu, og er því ekki “réttast” og “praktískast” að styðjast við
Þekkingu sem er eins “rétt” og mögulegt er svo að viðbrögðin við áreitinu séu viðeigandi, á þessu grunnplani lífveru sem er ríkjandi á plánetunni og ennfremur hópdýr?
Það er til fyrirbæri sem snýst um að losa sjálfan sig við alla fordóma og fyrri samfélagslega innrætingu vitneskju til að fá sem “réttasta” (afstætt fyrirbæri, ergo gæsalappinar) vitneskju um tiltekið fyrirbæri. Það er svo gott sem ómögulegt altént núna og því það besta sem hægt er að gera er að líta á þetta tiltekna fyrirbæri hverju sinni frá sem flestum sjónarhornum og mögulegt er.
Þetta kýs ég að kalla “víðsýni” og sé sem mannkost mikinn og góðan….Þó ekki.
Frá öðru sjónarhorni hugsa ég að önnur sjónarhorn komi frá öðrum manneskjum og passi því inn í innrætt samfélagslegt viðhorf þeirra er hafa þetta fyrirbæri fyrir augum.
Sem meðlimur þess samfélags ætti það því að vera ómögulegt að sjá fyrirbærið án þess að þetta ákveðna samfélagslega viðhorf endurspeglist í gegnum mig.
Er víðsýni því jákvæð eða neikvæð? Þá meina ég annarsvegar samfélagslega og hinsvegar einstaklinglega.
Nú lít ég á það sem ég hef nú skrifað, from the top of my head, eftir að hafa drukkið of mikið kaffi, sofið of lítið, og reyni að sjá frá öðru sjónarhorni.
T.d. sem andlega æfingu; að reyna að nálgast einhverja vitneskju, hugsa..raða hugsununum saman, og skrásetja. Styrkja tengingar milli taugafrumna.
Því læt ég þetta þvaður inn á huga og vona að til staðar séu andlega æfðir hugar sem lesa þetta, koma með eigin hugsanir, ábendingar og gagnlega gagnrýni.
Ég vona að þessi sveimhuga skrif mín hafi örvað einhverja huga hugaranna hér.
Annað eiginlega óviðkomandi..samt ekki.
Eru konur andlega latari en menn? Eða er það bara að þetta sé karlríkjandi samfélag?
Ég sé raunverulega ekkert sem aftrar konum frekar við að hefja heimspekinám heldur en körlum, en samt las ég að hlutfall kvenna í heimspeki á heimsvísu sé hlægilega lágt. Nú er engin leið fyrir mig að staðfesta þessa tölu og miðað við það sem ég hef skrifað gæti þetta hlutfall (sem var eitthvað undir 20% að mig minnir) verið alrangt, en mér sýnist að hér á heimspekiáhugamálinu sé meirihlutinn karlar yfir tvítugu (þ.e. af þeim sem skrif eitthvað af viti).
Einnig hef ég hitt hlutfallslega fleiri karla sem eru andlega áhugaverðari en egg heldur en konur, og það eru fleiri heimspekibækur til eftir karla en konur(sem gæti verið vegna fyrrnefnds karlaveldis sem við lifum í). Any thoughts regarding?