All we need is just a little patience.
Machiavelli
Ég leit inn á “Stóru byssurnar”, þar sem fylgir stutt lýsing á hverjum heimspeking fyrir sig. Og þar er Machiavelli. Um hann er sagt, að lýðræði hafi ekki átt upp á pallborðið hjá honum. Þetta er í engu samræmi við það sem að ég hef lesið um hann, t.d. í “Machiavelli for beginners”, prýðisgóð bók. Höfundar hennar segja hann einmitt hafa verið mikinn stuðningsmanns lýðræðis, þó svo að önnur viðhorf virðast koma fram í Furstanum. Hafa ber í huga að Furstinn var skrifaður þegar Makki var í útlegð frá Flórens og einn af Medici-gaurunum var einvaldur þar. Furstinn er tileinkuð þessum Medici, og innheldur m.a. ákall um að Ítalía verði sameinuð í eitt ríki. Það gerðist reyndar ekki fyrr en nokkrum öldum síðar, nánar tiltekið í lok 19. aldar (ef minnið bregst ekki).