Mér finnst skemmtileg þessi umræða um hvað sé óendanlegt og hvað sé
hringur og þar fram eftir götonum.

Sumir hlutir hafa byrjun og endi rétt eins og þessi setning, ekki
satt. En byrjuninni á setningunni varð að vera eitthvað því annars
hefði hún ekki orðið til þ.e.a.s. ég (og fleiri hlutir enn notum
mig sem dæmi). Enn ég verð heldur ekki til úr engu .þannig að þarna
verðum við að rekja aftur á bakk heil langan feril. Annarð hvort
kemurðu á byrjunar reit þar sem allt hefst eða þá að þú ferð hring
og kemur aftur að því að. Sumir hlutir hafa ekki byrjun og endi
rétt eins og þessi setning.

Annað mál núna (gleymið hinu ruglinu).

Lokaður ferill þ.e.a.s. hringur, kassi, þríhyrningur o.s.frv. fara
í hringi hvergi er hægt að marka byrjun þeirra né enda. En á striki
eða beinni línu sérðu byrjun og enda, ekki rétt. En eins og sagt er
í stærðfræði að strik sé endalaust í báðar áttir. En ef það er
endalaust hlýtur það þá ekki að rekast á sjálft sig hinu megin og
þar að leiðandi vitum við ekki um byrjun og endi og er þetta þá
lokaður ferill. Þannig að ekkert er endalaust nema það sé lokaður
ferill.

Þannig að lausnin er að ekkert er endalaust nema það hafi ekki
byrjun né endi. samt viljum við alltaf rekja hluti aftur á bak
lengra og lengra og ef við förum í hring hvar byrjaði þá
hringurinn? hvar settirðu blýantinn fyrst niður eða hvort koma á
undan hænan eða eggið (ég svaraði eggið)?

Svo vildi ég líka tala um myndina þarna sem póstuð er hér. Hvernig
virkar það ef þessir þríhyrningar halda áftram endar það ekki með
að þeir snerti allir hvor annan og mynd hring sem síðan snýst
öfugur út og fer afturábak á byrjunarreit. Er þá byrjunin á þessi
ferli eitthvað frekar með beina línu heldur enn einhverja púnkta
sem fara öfugir út. vonandi skiljið þið. Prófið að gera endalaus af
þessu þar til þið sjáið hvað ég á við.

kv.
Tannbursti :)