Ég fékk þessa hugmynd eftir að hafa heyrt eins og eflaust mörg ykkar að vélmennin eiga eftir að taka yfir, hvort sem þau drepa okkur eða þau taka við af okkur veit enginn en ég tel þessa þróun er óhjákvæmilega við ákveðin skilyrði. Þessi kennig gengur útá það að geta útskýrt það hvaða “hlutir” eru ríkjandi á hvaða stað í alheiminum hverju sinni. Hægt er að skipta þessum “hlutum” í einskonar þróunarstig og svo hverju stigi í minni þrep sem leiðir svo á næsta stig. Hér er svona smá töflu til að útskýra hvert stig fyrir sig:
1. Ólífræna stigið: Á þessu stigi eru aðeins til þessi grunn frumefni(vetni, helíum osfrv) og er það fyrst þrepið. Þetta á oftast við um t.d. þar sem sólkerfi eru að myndast eða þegar alheimurinn var að myndast. Síðan myndast sólkerfin, pláneturnar myndast og þar með flóknari efnasambönd. Efnasamböndin halda áfram að þróast þar til að það myndast kolefniskeðjur(grunnforsenda lífs) og er það síðasta þrepið.
2. Lífræna stigið: Fyrst þrepið í þessu stigi er væntalega þegar kolefniskeðjur byrja að myndast og smám saman byrja að myndast prótein og svo stuttu seinna myndast fyrsta fruman. Eitt leiðir að öðru og fiskarnir þróast, risaeðlurnar, fuglar, prímatar og að lokum við mennirnir. Þó tel ég að við mennirnir erum ekki síðasta þrepið á þessu stigi því að ég tel að í framtíðinni þá munum við erfðarbreyta okkur og verðum því “fullkomnari”. Þannig það má segja að við erum kannksi næst síðasta þrepið.
3. (Lífræna/vélræna stigið): Þetta stig er eins konar millistig þess að komast á næsta stig, vélræna stigið. Núna höfum við “mennirnir” innbyggt í okkur tæki og tól til að gera okkur “fullkomnari” þannig að við erum svona “líf-vélræn”. Að lokum þá gerum við “mennska” hlutann okkar óþarfan og þar með deyjum við út.
4. Vélræna stigið: Á þessi stigi málsins þá er “maðurinn” útdauður og vélmennirnir hafa tekið alfarið við af okkur. Vélarnar halda áfram að þróast í þrepum eins og öll hin stigin en það er erfitt að ýminda sér þrepin á þessari stundu. Kannski má segja að fyrsta þrepið hafi verið þegar við fundum um tölvurnar, ef það væri engin tölva þá væri ekkert vélmenni, alveg eins og ef það væri engin fruma þá væri enginn maður.
Þegar ég set gæsalappir utan um “menn” í útskýringunum þá á ég við að þetta á ekki aðeins við um okkur mennina, heldur líka aðrar geimverur því ég held að geimverur munu væntalega einnig finna uppá tækjum og tólum sem leiðir svo í “vélgeimveru”.
Svo má einnig geta þess að í stigi nr 2 þá þarf þróunin á lífverunum að sjálfsögðu ekki vera eins og hér á jörðinni og á öðrum hnöttum.
Varðandi 3 stigið þá er þetta ein leið á því hvernig maðurinn gæti dáið út en auðvitað má það vera að vélmennin drepa okkur, sólinn þennst út, við drepum okkur sjálf eða hvað svo sem manni dettur í hug. En ef tæknin(vélar geta þróast sjálfar) verður til staðar þegar mannkynið eða aðrar lífrænar geimverur deyja út þá heldur þróunin áfram samvæmt kenningunni. Þannig það má alveg sleppa þessu stigi í ákveðnum tilvikum þegar við á.
Í þessar grein þá fer ég gróflega í gegnum öll þau þrep sem eru á hverju stigi þar sem þessi grein er aðeins til sýna í stuttu máli útá hvað kenningin gengur.
Ég geng útfrá þeim skilgreiningum sem ég þekki til, eins og t.d. hvað er lífræn efnafræði, hvernig líf er skilgreint og hvernig sólkerfi verða til. Þessar skilgreiningar nota ég svo til rökstuðnings á ýmsum þáttum í kenningunni. Svo geng ég náttúrulega útfrá því að við erum ekki ein í alheiminum.
Ég veit persónulega ekki um neina svona kenningu en ef þið vitið um einhverja sem svipar til þessara kenningu endilega látið mig vita.
Zardok(Bjarki)
Ekkert sniðugt hér