Mér finnst þetta hálf ruglingsleg grein í hreinskilni sagt en ég held samt að ég hafi áttað mig á því hvað þú ert að segja ;)
Í fyrsta lagi, þá hverfur ekkert hér um slóðir í bókstaflegri merkingu, efni og orka breytir um mynd og eðli o.s.frv. sem er afar áhugavert ef að það er satt eins og við göngum út frá.
What happens if you stick your penis in to a wormhole?
Pælingar eins og að ofan leiða oft til skemmtilegs hjals og pælinga en enda enga síður í vitleysu og rugli oft á tíðum einfaldlega því að við vitum lítið sem ekkert um eiginleg ormagöng eða hvort þau séu til í raun og veru.
Að lýsa hegðun hlutar í umhverfi sem að við þekkjum ekki er harla erfitt og þess vegna ætla ég ekki að reyna fara spá í það hvað sál á að vera eða hvernig hún ferðast eða hvort hún geti sótt sér bíómyndir af netinu.
En ég get gert mér hugarlund um hvað gerist við líkama sem deyr og rotnar. Enn frekar, get ég borið hann saman við klisjukennt dæmi sem er að kenna lifandi veru við vél. Hér kemur pælingin:
Tölvan samanstendur af hlutum á borð við gjörva, stút fullan af smárum og margra gerða af minni og öðru smádrasli. Nú, við gætum, í þessu afleidda dæmi líkt heilanum í heild sinni við harðandisk, en það er frekar ónákvæm lýsing. Enga að síður virkar minniskerfi heilans að því virðist svipað og minni tölva í heild sinni (ekki bara harðidiskurinn). Við höfum upplýsingar í vinnsluminni og flýtiminni, þær upplýsingar sem að við höfum á hraðbergi sökum þess að við erum að vinna með upplýsingarnar eða vorum rétt í þessu að nota þær. T.d. veit ég þessa stundina að innihald Coka Cola Light er nánast alveg næringarlaust og inniheldur aðeins 1,5KJ af orku, en það er aðeins vegna þess að ég er að drekka það þessa stundina :)
Ég las einnig bók um daginn eftir HH Dalai Lama, ég man lýtið um hana en boðskapurinn er svona nokkuð framarlega í hausnum á mér… ég þyrfti að rifja aðeins upp með bókina fyrir framan mig til að muna meginmálið betur, en það er mikið meira í hausnum á mér eftir að ég las bókina, nokkur lykilorð geta framkallað langar línur úr bókinni, eins og góða frasa sem að ég gæti hafa lagt á minnið, þessar upplýsingar væru á harðadisknum…
Er ég nokkuð að rugla alveg hérna framan af?
Alla veganna, svo virðist sem að þeir sem að fá högg á hausinn eða eitthvað slíkt eiga það til að missa upplýsingar úr vinnsluminninu. Svo er náttúrulega alveg til tilfelli þar sem að fólk gleymir meiru en það, en já, þetta virðist gerast.
Hvað var ég að tala um aftur? Uhm, já. Heilinn virðist vera nokkuð lýkur þessu grunnkerfi tölvunar en við hins vegar skiljum tölvur nokkuð vel en okkur er reynist erfitt að átta okkur á heilanum. Kannski er heilinn á okkur bara flókinn tölva (einhver sagði að ef að heilinn á okkur væri nógu auðveldur til að skilja hann værum við alltof heimsk til að átta okkur á því), og kannski ekki…
Samt er erfitt að lýta framhjá því að hann virðist í grófum dráttum ekkert mikið öðruvísi.
Alla veganna, ef að ég slekk á tölvunni minni þá hreinsast mikið af upplýsingum úr flýtiminni, sumt geymist, en allt á harðadisknum ætti að haldast þarna inni. Svo ef að ég myndi hella sýru á tölvuna mína og eyða henni upp, þá væri ekkert eftir af upplýsingum til að framkalla. Græjan til að ná í þær og græjan sem geymdi þær er bara horfinn!
Gæti verið að þetta gerist þegar að við deyjum? Líklegast hellir engin sýru á þig en það eru miklar líkur á að þú rotnir í rólegheitum í kirkjugarð í heimabænum og eyðist upp.
Kannski…
Þegar þú segir sál þá er maður náttúrulega dálítið úti að aka, hvað er sál? Engin líffræðingur sem að svarar því auðveldlega, ekki einu sinni sálfræðingur spáir í slíka hluti undir venjulegum kringumstæðum. Hugtakið sál er, að ég held, ættað úr forneskju, trúarbrögðum o.fl. Það er líklegast engin eiginleg sál.
Hvernig getum við þá munað hluti og verið meðvituð um okkur sjálf ef okkar “sál” hverfur og bara hættir að vera til í framtíðinni þegar við deyjum?
Ef það er engin sál ætti þetta dæmi að vera augljóst, en hvort það er rétt eða ekki hefur enginn hugmynd á. Hins vegar get ég sagt að rökfræðilega er ekki sniðugt að ganga að slíkum afleiðingum réttum ef að forsendan er vafasöm ;)
Af hverju getum við ekki bara dáið? Mér finnst það ágæt spurning… af hverju leitast mennirnir við að bæta við allt sem að gæti verið jafn einfalt og það lítur út fyrir að vera? Einhver þyrfti að vera í fastri vinnu við að beita rakhníf Ockhams!
Jæja, nóg um það, bless í bili.