heimsstyrjöldina síðari og núna í dag, hvort að merking táknins hafi neikvæða merkingu eða jákvæða.
Eins og áður hefur komið fram hefur Hakrakrossinn verið notaður í um það bil 3000 ár eða frá því þúsund fyrir krist.
Á þessum þrjú þúsund árum hefur merkið verið notað í mörgum löndum, þar ber helst að nefna Kína, Indland, Japan og hjá innfædumm ameríkönum þó svo að það sé ekki vitað hve lengi það var notað þar, á miðöldum var merkið eignig mjög þekkt og svo auðvitað þegar Þjóðverjar fóru að nota merkið sem þjóðar tákn og þá í annarri merkingu en Hakakrossinn hafði verið í í mörg þúsund ár.
Orðið Swastika (hakarkrossinn) er komið frá forn tungumálinu Sanskrit, og er merking orðsins svastika:
,,su” merkir ,,gott”
,,asti” merkir ,,að vera”
,,ka” er einfallega abra viðskeytir.
Áður en Nasistar notuðu hakakrosinn var krossinn notaður í mörgum menningarheimum (og er enn) sem tákn Lífsins, sólarinnar, kraftsins, styrksins og mikillar heppni. Til dæmis var merkið útum allt áður en nasistar tóku það að sér, svosem á sígarettupökkum (ber að nefna að þá var ekki svo mikið vitað um skaðsemi reykinga), póstkortum og byggingum.
Svo um 19 öld fór þýski þjóðernissinnin að nota hakarkrossinn sem tákn þeirra, útaf því að hann hafði forn arískan/inverskan uppruna og til að standa fyrir aríska/þyska sögu.(arískur er ákveðinn kynstofn, og er fólk undir þeim kynstofni ljóst yfirlitum og hávaxið og reyndi Hitler á sínum veldistíma að rækta þann kynstofn, því það var hinn “fullkomni” kynstofn)
Svo í byrjun tuttugustu aldar var Hakakrossinn orðinn hluti af þjóðernisstefnu þjóverja og fanst merkið á hinum ótrúlegustu stöðum. Árið 1920 ákvað Hitler svo að gera Hakakrossinn að merki og fána flokksins. Og gerðist það, og þegar stríðið byrjaði í Póllandi 1939 byrjaði merkið að vera merki haturs og dauða frá því að vera merki lífs og sólar.
Í dag er mikil umræða um það hvort að krossinn hafi góða eða vonda merkingu, merkið er til dæmis bannað í Þýskalandi og vilja margir í stjórn breta láta banna merkið í evrópu löndunum ( og þá sérstaklega nú á nýliðnum dögum eftir að Harry breta prins mætti í nasista búning með hakakrossinum á handleggnum, á grímuballi þarna í bretlandi, og var gert mikið veður útí því og fjölmiðlarnir tóku þessu margir mjög alvarlega og sögðu margar fyrirsagnirnar blaðanna ,,Harry the naszi”), og vilja stjórnir í mörgum öðrum löndum í evrópu einfaldlega láta banna Hakakrossinn líka.
Í 3000 ár var Hakakrossinn þó 100% merki hins góða, en eftir 1939 varð Hakarkrossinn 50% ef ekki meira merki hins vonda, að minsta kosti í evrópu. Fyrir Búddha og Hindúa er Hakakrossinn trúarlegur og felst ekkert illt í tákninu. Það er hægt að segja að merkið sé nokkurnvegin andstæða sjálfs síns, amk er merkingar táknsins andstæður.
Því miður vita of fáir núna í dag upphaflega merkingu táksins og áður en nasistinn kom til skjalanna 1939 – 1945, vissu margir ekki einu sinni að táknið væri til..
Og þá stendur eitt eftir, það er hvort táknið sé gott eða vont, en orðið er tvírætt, það er einmitt tákn hins góða og tákn hins slæma, þetta er tákn dauða og þetta er tákn lífs, þetta er tákn haturs og þeta er tákn sólar, svo það er víst bara þín skoðun hvort táknið sé slæmt eða gott, sjálfri finst mér það góða sem er í tákninu hafa verið eytt út eftir allan þann fjölda sem dó í stríðinu og kvaldist, og því finst mér, þegar ég hrofi á táknið eg aðeins sjá dauða og hatur, en þó inst inni veit ég að merkið er líka merki lífs og sólar, þó ég þurfi að grafa djúpt til að finna það.
Er raunverulega hægt einfaldlega að banna merkið í evrópu, þar sem upphafleg merkingin er góð og í mörgum trúarbrögðum er Hakakrossinn tákn lífsins, sólarinnar, styrksins, heppnarinnar osfv, eða ætti að banna merkið vergna allra þeirra sem dóu undir því og upplifðu sína verstu daga? mér er spurn.
__________________________________