Ég held að maður verður fyrst og fremst að vera samkvæmur sjálfum sér, trú því sem að maður finnur að hefur eitthvað gildi hjá manni, ekki reyna endalaust að trúa einhverju sem að maður er ekki sammála, ég er mjög trúaður, ég trúi ekki á guð, heldur uppljómað eðli, í öllu sem að fyrir finnst, einhver sagði að trú væri ekki val, og að þekking eykur hvöl??? Hvaða trú stuðlar að hamingju ef að fólk má ekki hafa þekkingu, sönn trú á að stuðla að hamingju, ekki fáfræði, fáfræði hefur ákveðna kosti, ég tel að reiði, græðgi og fáfræði, valdi allri þeirri óhamingju sem að til er, og að uppspretta reiði (það er reiði sem að byggð er á hatri og ósanngirni) græðgi (þá er ég ekki að tala um eðlilega þörf fyrir lífsnauðsynjum heldur venjulega græðgi) sé komin af fáfræði, saman ber fordómar, sem að valda reiði en koma af fáfræði, HIV smit í Afríku má að mest öllu leiti rekja til fáfræði! Þannig að hvar kemur fáfræðin inn í hamingjuna?