Mínar kenningar
Sko ég er búin að vera velta þessu fyrir mér í doldin tíma og aldrei sagt neinum frá þessum kenningum þar sem ég verð ábiggilega bara talinn snargeðveikur. Eða hvað?

Það er þetta með jafnvægi heimsinns og allt sem því fylgir. Hvort allt gerist af ástæðu. Til þess eins að halda jafnvægi heimsinns í lagi. Og hvaða afleiðingar allt getur haft.

Sem dæmi ef við tökum bara einhverja vinsæla hljómsveit. Bara Metallica. Mjög stórt band sem flest allir þekkja eitthvað til allavega. Nema kannski allra elsta fólkið. Hvað ef þessi hljómsveit hefði aldrei orðið fræg eða hvað þá aldrei orðið til. Margir segja “ heimurinn væri á nákvæmlega sama stað og hann er nú ” er það satt? Hugsum þetta í aðeins víðari skilningi. Hefði þessi hljómsveit aldrei verið til hefðu þeir aldrei verið gefið ´út plötur og engin keypt þær. Hvert hefðu peningarnir farið? Hverjir hefðu tapað og hverjir hefðu grætt? Og einnig allir tónleikarnir sem þeir hafa haldið kostnaður við þá Hverjir hefðu grætt og hverjir hefðu tapað. Og jafnvel hefur einhver eða einhverjir dáið við að komast á þessa tónleika hvað um kynslóðirnar sem hefðu átt að koma undan þessu fólki?
Þannig að ég í rauninnni dreg þá ályktun að Metallica hafi orðið til af þeirri ástæðu til að halda vissu jafnvægi í heiminum. Líka hafa ábiggilega mjög margir hlustað á löginn þeirra til að halda andlegu jafnvægi eða ná andlegu jafnvægi.

Sem leiðir okkur að enþá stærri málum eins og stríði og náttúruhamförum. Ef við hugsum að ef engin stríð væru og engin myndi deyja almennt engir sjúkdómar og ekki neitt. Allt í heiminum myndi bara lifa á engu þyrftum ekki einu sinni að anda. Þá er ég annsi hræddur um að offjölgun á öllu í heiminum væri annsi hröð. svo að í rauninni eru sjúkdómar til af þeirri ástæðu að halda þessu jafnvægi í heiminum ef svo má segja. Og að stríð sé bara þetta “ jafnvægi ” að komast á rétta kjöl. Allavega eins og ég sé þetta sé ég fyrir mér Ying & Yang merkið.. nema ég sé bara hring með striki í miðjunni og það hallar til hægri og vinstri og önnur hliðinn er góð og hin slæm. Og hvað gerist ef við förum of langt til hinns góða? við endum í þessu illa. Og eins með ef við förum of langt til hins illa. Svo þá getum við dregið þá ályktun að allt sem gerist í heiminum sé bara til þess eins að halda þessu jafnvægi ekki satt?

Þá förum við að enþá stærri hugsun eins og hvað gerist ef við förum á hvolf í hringnum eða heilan hring. Heimsendir? Og hvernig varð þetta jafnvægi til?

Og mín kenning er sú að við “ mennirnir ” séum búin að setja þetta koma “ jafnvæginu ” úr jafnvægi. T.d. með gróðurhúsa áhrifum og öðru slíku. Og allar hamfarir sem gerast í heiminum séu bara jafnvægið að komast á rétt kjöl aftur. En við erum alltaf að gera meira og meira til að koma þessu öllu saman úr jafnvægi með ýmsu móti. Aðelega mengum samt. Og hvar endar það? Heimstyrjöld? hvað ef heimstyrjöld er ekki nóg?
Förum við þá heilan hring í jafnvægis hringum og endar allt?
Og er þá ekki hægt að telja að það sé til
barátta milli himins og heljar? milli góðs og ills? eru þá ekki allavega ti leinhvernig guðir?


Svo eftir allt saman er það bara ég eða meikar þetta allt saman sense? eða er ég bara klárlega snar í hausnum og ætti að leita mér hjálpar. Eða eru eru þessar kenningar algjör snilld. Hvað finnst ykkur?

Að lokum vil ég biðjast velvirðingar á stafsetningar villum. Og við lesendum vinsamlegast að líta frammhjá þeim.