Þessar hugleiðingar áttu aðeins að verða stuttur korkur til að koma af stað smá umræðum um þetta málefni, en svo opnaðist bara hugleiðingaflóð, vona bara að þið nennið að lesa þetta. ;oP

Er réttlætinu fullnægt með lögunum sem eru í samfélaginu í dag? Verður réttlætinu einhvern tímann fullnægt fullkomlega nema bara með auga fyrir auga, tönn fyrir tönn?

Er það réttlæti að stelpa sem að vaknar upp eftir að pilla var sett í glasið hennar á djamminu, hún er bundin, allsber og hefur greinilega verið nauðgað, tekst að losa sig og fer niður á bráðamóttöku. Þar leggur hún fram kæru og er henni vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum.
Þetta mál er ekki eindæmi í íslensku réttarkerfi og virðast svona menn hafa einhvers konar forréttindi í réttarkerfinu.

Tel ég að réttlætinu verði aldrei fullnægt með þeim dómum sem að verið að dæma í þjóðfélaginu í dag, og fljótt á litið virðist hefnd besta leiðin. Hefnd er samt tilfinning og er ekki hægt að uppfylla réttlætinu með hefndinnni þar sem að það er aðeins tímabundin tilfinning. Þess vegna tel ég að réttlætinu gæti aldrei verið fullnægt almennilega nema með því að samskonar hlutur yrði gerður við afbrotamanninn.

En eru morðmál erfiðari þar sem að það hefur komið of oft fyrir að saklausir menn hafa verið teknir af lífi en samt er það ekki sanngjarnt fyrir aðstandendur fórnarlamba að morðingjar sleppi oft bara með nokkra ára dóm. Það er samt munur á því hversu sterk sönnunargögn eru gegn sakborningi og finnst mér að það ætti að gera líkan fyrir líkur á því að sakborningur sé sekur og því hærri sem líkurnar séu því þyngri verði dómurinn, þótt að taka verði tillit til eðli morðsins líka.

Eiturlyfjaneysla/sala
Tel ég að sá sem að selji öðrum aðila eiturlyf eigi að fá sama dóm og morðingi en að einstaklingur sem að er tekinn með efni til eigin neyslu eigi ekki að fá dóm né sekt þar sem að hann er ekki að skaða aðra en sjálfan sig, skilgreining á frelsi er jú að þér sé leyfilegt að gera það sem þú vilt svo lengi sem að það skaði ekki aðra (ég vil samt taka það fram að ég er á MÓTI dópi). Hér tel ég að dómarnir eigi líka að fara eftir hvaða efni er selt, í hvaða magni og hverjum. Dópsali sem selur forvöllnum fíkli sem að er búinn að vera í neyslu í langan tíma eigi að fá lægri dóm en sá sem selur ungling/barni fyrsta skammtin.

Einnig tel ég að það eigi að gefa veiðileyfi eða gera barnaníðinga réttdræpa þar sem að skaðin sem að þeir valda fórnarlömbum er svo mikill og varanlegur.

Ég vil taka fram að þetta eru aðeins mínar skoðanir og hugleiðingar.