Þessir hugspekingar töldu að allt væri óbreytilegt eins og ég skil það (öfugt við náttúruspekingana, þair töldu eitt frumefni vera upphaf alls lífs), það væri bara hugur þinn sem breytti þessu öllu.
Pælið í krafti hugans að geta búið til líf og hugsanir fyrir allt annað fólk sem telur sig vera á lífi í heiminum ( ef þið trúið þá þessum kenningum). Að einn maður geti verið að ímynda sér allan þessa tilveru, ég er bara eitthvað hlutfall sem hann gerir sér ekki grein fyrir. Af öllum tegundum af heimum sem gætu hugsanlega verið til og því sem gæti verið öðruvísi, þetta er bara svona hjá honum. Þetta er kannski himnaríki hjá honum og ég er bara hérna uppá það að vera hlutfall. Það skiptir engann máli að ég er hérna vegna þess að þessi tilvist er uppspuni og hugarfóstur. Hann gæti þess vegna ekki einu sinni sjálfur verið til, er ein hversstaðar annarsstaðar og er að ímynda sér tilveru allra annarra úr fjarlægð. Allir eru svona einskonar hugarfóstur hans. Hann ræður öllu en veit ekki af því , eða þá að hann veit það og það er aflið sem við köllum guð.
Ég gæti líka verið drottnari allrar tilvistar sem ég þekki. Ég gæti líka alveg eins verið sögupersóna bókar, bara hugarfóstur einhvers annars. Að hugsa sér að einhver geti ímyndað sér 7 milljarða manna og allt líf þeirra og þeirra vandamál, líf og öll smáatriðin sem tengjast lífinu, allavega það sem við teljum okkur skynja.
Ég er ekki í neinni tilvistarkreppu, mér finnst þetta bara skemmtileg speki.
Þetta er merkisspeki og mér finnst þetta líklegra en að það sé eitt frumefni og allir séu komnir af vatni!
Have a nice day