kennara(eða lærimeistaranum eða gúrúinum eða hvað sem
kennarinn er kallaður í hvert skipti)?
Í tíbetskum búddisma er áhersla lögð á að fylgja frekar því
sem kennarinn segir og gerir en því sem stendur í bókum.
Það er vegna þess að þar er litið svo á að kennarinn viti hvað
er nemandanum fyrir bestu og kenni honum það sem hann
þarf að læra til að þroskast í átt að uppljómun(enlightenment).
Svipað er uppi á teningnum hérna á Íslandi þar sem fólk
flykkist að mönnum í stað málefna og velja sér skoðanir eftir
flokknum sem það fylgir. Sama er með trúfélög með
aðsópsmikla foringja.
Hins vegar er fólk sem fylgir frekar kenningum. Les til dæmis
bækur heldur en að hlusta á fólk og fylgja kjaftöskum. Það
hefur líklega hvetjandi áhrif á sjálfstæða hugsun. En bækur og
kenningar eru oft á “one size fits all”- sniðinu sem getur verið
erfitt að lenda ekki í . Það kemur stundum fyrir að kenningin
taki fólkið til sín í stað þess að fólkið taki kenninguna til sin.
Sitt sýnist hverjum um ágæti alls þessa og gaman væri að sjá
hvað fólki finnst. Ég hvet alla til að segja þó ekki sé nema
nokkur orð um málið.
%MYND coollogo_com.26794102.gif%