Núna er myrkur úti. svo eftir nokkra klukkutíma kemur sól og svo
rís hún og svo kemur aftur myrkur svo eftir nokkra klukkutíma kemur
sól og svo ríst hún og svo kemur aftur myrkur svo eftir…
Aha hringrás. alveg eins og vetur, vor, sumar og haust. eða sumar,
haust, vetur og vor eða haust, vetur, vor og sumar enn þetta er
önnur hringrás og inní þessari hringrás er hin hringrásin sól,
myrkur, sól, myrkur.
Mín pæling er sú að allt byggist á hringrásum svo sem að þú getur
ferðast endalaust í eina átt því þú ferð bara í hringi. eða við
öndum að okkur lofti og gefum frá okkur coltvísýring og plöntur
nota það enn gefa frá sér súrefni (loft). svo með lífið að við
lifum svo deyjum við og rotnum og verðum að mold eða einhverju því
um líku svo sprettur úr moldinni planta og konan borðar plöntuna og
eignast barn ekki mjög ákveðinn enn þó hringrás.
Enn er þá ekki endirinn á alheiminum bara byrjunin á alheiminum eða
veggur sem ekkert kemst fyrir utan. og hvað er þá ekkert? ég er
bara pæla og því meira sem ég hugsa því meira finnst mér eins og
allt sé hringrás. Allt sem ég geri sé bara það sama mismunandi
blandað saman. t.d. að ég sé að fara með vini mínum niðrí bæ (maður
gerir það afur og aftur) enn það er öðruvísi því hann er í annari
hringrás hann hefur eitthvað mark niðrií bæ nýr geisladiskur sem
honum vantar. Það er samt ekkert nýtt bara önnur hljómsveit og þess
vegna er það hringrás og þessi hljómsveit er öðruvísi því hún er
annarstaðar í öðrum hringrásum með öðru fóki enn hin sem hann
hlustaði á. Enn hvað er þá upphaf og endir hvernig verður fyrsta
hugmynd eða hringrás til? er það bara einn hlutur sem þróast eða er
ég að steypa?
hvað haldið þið byrjun og endir eða hringrás?