Er eitthvað til sem heitir staðreynd?

Ég lenti fyrir skömmu í rökræðum um þetta málefni og komst að því að ég gat ekki bent á neitt sem væri raunveruleg staðreynd. Ég gat ekki sannað að ég væri þarna né heldur hvort nokkuð annað væri þarna. Ég sannfærðist þegar ég fór að pæla betur í þessu að ekki er til neitt sem er óyggjandi staðreynd, allt er kenning (ef nokkuð er þá til sem heitir kenning), öll þekking byggist í raun á trú en ekki staðreyndum.

Ég var að skoða umfjöllun um bókina “Enquiry Concerning Human Understanding” eftir Hume á Britannicu og rakst á þessar setningar eftir höfund greinarinnar:

“Reason cannot be rationally grounded, and the ground of rationality is wholly nonrational.”

og

“since all causal relations are probable, not certain, all human reasoning is at best probable.”

(Þessi grein er á:
http://search.eb.co.uk/bol/topic?eu=108560&sctn=11)

Hvað segið þið um þetta?