Frá Vinstri:
Sókrates er án efa frægasti heimspekingur vesturlanda. Það eru til nokkrar sögur af því að hann hafi átt það til að stoppa hvar sem er og byrja hugsa djúpt, var þannig oft í marga klukkutíma. Hann skrifaði aldrei neitt niður, honum fannst það var slæmt fyrir minnið.
Platón var lærisveinn Sókratesar en ólíkt meistara sínum skrifaði hann bækur í formi samræðna, Sókrates var mjög oft í aðalhlutverki í samræðum Platóns. Platón skrifaði bókina Ríkið um hvernig fyrirmyndar stjórnskipulagið væri, hann fékk síðan að reyna stjórnskipulagið á einhverju borgríki en var víst heppinn að komast lifandi þaðan. Eftir þessa misheppnuðu reynslu sína skrifaði hann bókina lögin.
Nietzsche er sá heimspekingur sem ég veit mest um og hef lesið mest eftir, hann hefur oft verið ranglega bendlaður við hugmyndafræði Nasista. Nietzsche kom fram með eina frægustu setningu heimspekinnar: “guð er dauður”, sú setning er margslungin og í raun ekki hægt að túlka hana einhvern einn hátt. Árið 1889 var hann mjög aktívur að skrifa, þar á meðal undarlegustu sjálfsævisögu allra tíma Ecce Homo (eitt kaflaheitið er “Af hverju er ég svona vitur?”), árið 1890 missti Nietzsche vitið. Sumir vilja halda því fram að hann hafi þegar verið geðveikur þegar hann skrifaði síðustu bækur sínar en ég efast um það.
<A href="