líkur?
Þegar talað er um líkur þá er átt við að það séu ákveðið miklir möguleikar á að einhvað skeður á móti ákveðið mörgum. Ef maður spyr einhver um það hverning bíl viðkomandi eigi. þá gæti hann fengið svör eins og:
ég á ekki bíl, ég á rauðan bíl, ég toyotu, ég á rauða toyotu, ég á rauða toyotu avensis, ég á rauða toyotu avensis 1800 með spoiler og einkanúmer. það eru líkur á öllum þessum svörum. En td. eru minni líkur á að 15 ára drengur myndi svara öðru en að hann ætti ekki bíl. en samt eru líkur á því að hann ætti einn.
en líkur er líka mun merkilegri heldur en það að mínu mati.
Það eru alltaf einhverjar líkur á því að eitthvað gerist. Td. að gólfklúbbur Gravavogs vinni 1. deildinna í fótbolta karla eru td. hverfandi en það eru samt líkur fyrir því. Líkurnar eru mjög litlar í dag þar sem þeir eru ekki í fyrstu deild karla í fótbolta. En eru samt til staðar. Þannig að það gæti gerst.
Líkurnar á því að loftsteinn skelli á jörðinni eru mun meiri þar sem loftsteinar hafa áður skollið á jörðinni og það gerir það að verkum að líkurnar séu það miklar að það getur gerst.
En til að hætta öllum málalengingum og útskýringum þá er þetta málið.
Ef það eru líkur á að eitthvað geti gerst þá mun það að öllum líkindum gerast nema að það hafi ekki næganlegan tíma til að gerast.
Að ef það eru einhverjar líkur á því að eitthvað hafi gerst, sama hversu litlar líkur það voru þá hlítur það hafa gerst. Því ef einhvað hefur líkur þá í fortíðinni þá og við höfum ekki getað sannað það þá gerðist það.
Ein spurning leiðir til allra svar. En bara eitt svar er valið. líkurnar á hverju svari fyrir sig eru missmiklar en þær geta allar gerst og geta allar hafa gerst. Sannindi eru bara mjög líkleg fyrirbæri í tilveru okkar. Það sem við trúum á í dag er bara að okkar mati líklegra en það sem við trúðum á í gær.
Ef einn maður gæti vitað líkurnar á öllu því sem gerst gæti í einn dag myndi ekkert koma honum á óvart. Hann gæti næstum galla laust sagt fyrir um hvað myndi ske þann daginn.
En er það sem gerist, sama hversu ólíklegt það er, líklegra heldur en allt annað sem hefði getað skeð því þetta ólíklega gerðist?