Þessi ritgerð var rituð sem heimildarritgerð fyrir íslensku.
?Ekkert er gott eða illt, nema fyrir álög hugans.?(1)
Ef kenningar Darwins eru réttar, þá þróuðumst við frá apanum. Frá lífverum sem í huga mannsins eru honum óæðri. En Darwin gerði ekki ráð fyrir mannlegri hegðun í kenningu sinni. Manneskjan er ekki lengur hluti af náttúrunni, heldur hefur skapað sinn eigin heim.
Karl Marx sá vandamálið á þann veg að maðurinn skóp peninga til að tákna félagslegt tengsl, en í gegnum peninga gleymdi maðurinn félagslegum tengslum.
En hvar stendur maðurinn í dag, er svo komið að þróun hans er stopp, hefur gerviheimur neysluhyggjunnar blindað sýn mannsins á sjálfan sig og umhverfi sitt.
Hvað tekur við næst? Munum við þróast? Hvert myndi sú þróun liggja?
Týndur Raunveruleiki
Í bók sinni, The Society of the Spectacle, ritaði Debord að mikið magn af tilbúnum ímyndum væru sendar í gegnum auglýsingar, sjónvarp og aðra miðla, þar væri skapaður fegurri ?raunveruleiki? sem síðan er dýrkaður. Þessi raunveruleiki er skapaður af fólkinu, honum er gefið líf og fólk gleymir að það skóp þennan raunveruleika.
Franski félagsfræðingurinn Jean Baudrillard var undir miklum áhrifum frá Debord og Marx þegar hann ritaði verk sitt, Simulacra and Simulation. En í verkinu talar hann um gerviheim sem mennirnir hafa gert í kringum sjálfa sig. Fólk vinnur út í eitt, til að geta keypt hluti sem það þarf ekki, til að vera það sem það er ekki, svo það geti heillað þá sem það þekkir ekki.
?Þú ert ekki starfið þitt. Þú ert ekki peningarnir á bankareikningnum þínum. Þú ert ekki bíllinn sem þú ekur. Þú ert ekki magn peninganna í veskinu þínu. Þú ert ekki helvítis kakíið þitt. Þú ert alsyngjandi, aldansandi sori heimsins.?(2)
Baudrillard benti á það að hetjur, fyrirmyndir fortíðarinnar væru allar byggðar á einhverjum raunveruleika. Svoleiðis er það ekki í dag. Ímyndir eru byggðar án samhengis við fortíðina, ljósrit sem eiga sér ekkert upprunalegt eintak, þar af leiðandi eru þessar ímyndir okkar ekki raunverulegar heldur hluti af þeim gerviheimi sem maðurinn hefur skapað sér. Heimur sem byggist upp ímyndum sem maðurinn hefur skapað til að hjálpa sér að skilja raunveruleikann. Enn endar á því að reyna að skilja ímyndirnar af raunveruleikanum sem hann hefur sjálfur skapað og raunveruleikinn hættir að vera það sem hann var.
Þar sem það er ekki lengur neinn raunveruleiki, getur gerviheimurinn ekki verið, því gerviheimurinn, blekkingarnar þurfa raunveruleikann til að vera mótvægi. Gerviheimur mannanna fer því að sjá sjálfan sig sem sanna ímynd, sannan raunveruleika sem sýnir fram á einfaldan punkt: ?nú er ómögulegt að einangra ferli raunveruleikans, eða að sanna hann.?(3)
Vegna gerviheimsins sem nú er orðinn raunveruleiki mannanna segir Baudrillard að ?sannleikur, viðmið og markmið málstaðarins hafa horfið.?(4)
Gerviheimurinn hefur verið dregin yfir augu okkar og blindað okkur sýn á sannleikann. Við erum, í neysluhyggju okkar, batterí þjóðfélagsins. Og ef við gætum sloppið undan hulu gerviheimsins myndum við ganga ein yfir eyðimörk raunveruleikans.
Dýr, menn eða eitthvað meira.
Við skynjum náttúruna sem sannleika, við þá skynjun rýfur maðurinn sig frá náttúrunni því líf hans byggist á lygum gerviheimsins. Jafnvel kenningar Darwins segja að við erum ekki lengur hluti af náttúrunni. Darwin ritaði að þeir hæfustu komast af. En nú er svo komið að allir lifa af í nútíma þjóðfélagi. Þeir veiku fá lækningu, þeir fátæku styrki.
Dýr þróast að umhverfinu en maðurinn þróar umhverfið að sér. En svo vaknar upp spurning sem sett hefur verið fram í kvikmyndum og teiknimyndasögum um ofurhetjurnar X-men?. Sem segir frá einstaklingum þar sem stökkbreyting gena hefur átt sér stað og alið af sér hæfari einstakling.
Gerviheimurinn sem maðurinn hefur skapað sér gæti vel verið ástæða þess að þróun haldi áfram hjá manninum. Ástæða þess að hæfari einstaklingar, ofurmenni, sem sjái í gegnum sjálfsblekkingar mannsins stígi fram og taki að lokum yfir.
Ofurmaðurinn
Nietzsche ritaði um ofurmennin sem myndu koma fram á sjónarsviðið: ?Það skal vera vilji ykkar að tilgangur jarðarinnar sé fólginn í ofurmenninu!?(5) Er kannski sá tími að koma að maðurinn stígi næsta skrefið í þróun sinni. Stígi upp úr gerviheiminum og sjái sannleikann og raunveruleikann eins og hann er, eins og hann á að vera. ?Verið jörðinni trúir og treystið ekki þeim sem tala um vonir annars heims!?(6) Því jörðin er sannleikurinn sem er hafinn yfir blekkingar gerviheimsins.
En hvert er þetta ofurmenni, þessi æðri maður? Ofurmennið er einstaklingur sem sér í gegnum gerviheiminn og horfir innra með sér að sannleikanum. Guð er dauður, hans er ekki þörf lengur því æðri maðurinn veit svörin og þarf ekki að leita í fávisku sinni til æðri máttarvalda. Nú er hann orðið valdið. ?Upp, upp, þið æðri menn! Nú fyrst verður framtíðarfjall mannkynsins jóðsótt. Guð dó: nú viljum við, -að ofurmennið lifi.?(7)
Fólk horfir upp til ofurmennisins og dýrkar hann, og í honum lifnar guð við. En ofurmennið nýtur þess því sú er hegðun mannsins.
En Nietzsche ritaði einnig um hið slæma sem fylgir ofurmenninu, sem á sér engan jafninga, hvorki líkamlegu né andlegu atgervi. Hvað mun gerast þegar ofurmennið fer að horfa á manninn sem hann þróaðist frá á sama hátt og maðurinn horfir á apann, með fyrirlitningu.
Ofurmennið dregur sig frá manninum sem dýrkar hann í blindni og trúir því að hann vaki yfir þeim, hlýði á bænir þeirra. Og á ný reisir maðurinn gerviheim í kringum sig, byggðan á blekkingum sem hann sjálfur skóp til að skilja raunveruleikann. Og horfir svo á eigin blekkingar í leit að svörum.
Mannkynið er komið á stað í tilverunni þar sem morgundagurinn er falinn þoku. Gerviheimur rís upp, sannleikur raunveruleikans er týndur og blekkingar hafa tekið við stöðu sannleikans. Maðurinn lýgur að sjálfum sér því í blindni trúir hann því að heimurinn sé betri, fullkomnari. Lygunum fjölgar uns sannleikurinn er algleymdur. Ef ofurmennið stigi fram þá myndu hlutir ekki breytast, blekkingin væri hin sama, blind trú á lygarnar hin sama, aðeins skilgreiningin væri orðin önnur. Maðurinn er að deyja út, ekki fyrir tilstilli hamfara heldur fyrir dauða sjálfstæðra hugsanna sem gerviheimurinn er að skipta út fyrir uppskáldaðar ímyndir án fortíðar.
En hver veit í raun, hver getur sagt hvað morgundagurinn hefur fram að færa.
(1) Shakespeare, William. Hamlet: 2. þáttur, 2., 252. ?There is nothing either good og bad, but thinking makes it so.?
(2) Fight Club (1999) ?You are not your job. You are not the money you in your bank account. You are not the car you drive. You are not how much money is in your wallet. You are not your fucking khakis. You are the all-singin, all-dancing crap of the world.? (Kakí þýðir tískuvara í þessu samhengi)
(3) Baudrillard, Jean. Bls.182 ?it is now impossible to isolate the process of the real, or to prove the real,?
(4) Baudrillard, Jean. Bls.171 ?truth, refrence and objective causes have ceased to exist,?
(5) Nietzsche, Friedrich W. Bls 42
(6) Nietzsche, Friedrich W. Bls 42
(7) Nietzsche, Friedrich W. Bls 278
Heimildarskrá:
Baudrillard, Jean. Simulacra and Simulation.
Fight Club. 1999. [Myndband] David Fincher (leikstjóri)
Nietzsche, Friedrich w. 1996. Svo mælti Zaraþústra. Jón Árni Jónsson þýddi. Reykjavík, Háskólaútgáfan.
Shakespeare, William. 1975. The Complete Works. New York, Gramercy Books.
Universitas Bergensins, skoðað 12.mars 2004 á veraldarvefnum:
http://www.zoo.uib.no/classics/