“Ef allir hugsa um sig í samhengi við aðra og hætta að gera undantekningu fyrir sjálfa sig, þá búum við í samfélagi þar sem hver sýnir öðrum virðingu. Ef allir láta sig náungann varða, þá búum við í þjóðfélagi þar sem ríkir samkennd.”
Ég var að lesa grein á Sellunni. Ágætis grein og umhugsunarverð. Ég tók sérstaklega eftir ofangreindri málsgrein.
Ég las hana tvisvar yfir. Hún er falleg en… það var eitthvað við hana sem ég hnaut um.
Kannski var það þetta?
"[Í] samhengi við aðra og hætta að gera undantekningu fyrir sjálfa sig[...]"
Hætta að gera undantekningu fyrir sjálfa sig? Er ekki eitthvað bogið við það?
Kannski er þetta lykillinn að lausn allra okkar vandamála en…. Samt finnst mér þetta ógeðfellt.
Einhvern vegin hef ég það á tilfinningunni að þá fyrst þegar mannskepnan hættir að gera undantekning fyrir sjálfa sig verði firringin orðin algjör. Þetta er eins og að byðja fólk um að hætta að hugsa. Hætta að líta á sjálfa sig sem einstakling.
Það stórkostlegasta sem fyrirfinnst á þessari plánetu að mínu mati er nefnilega ekki mannkynið, heldur maðurinn. Í eintölu.
Vonandi mun hann aldrei skilja við þetta einstaklingseðli sitt og verða hópeðlinu að bráð.
Höfundur greinarinnar sýnir líttsigldari íslendingum myndir frá heimsreisu sinni á bloggsíðu sem hún heldur úti. Þetta er merkilegar myndir af allskonar fólki, héðan og þaðan, sem eigar það flestar sameignilegt að myndafólkið býr fæst við sambærileg skilyrði og ég. Litróf mannkynsins. Þegar ég skoða þær finnst mér þær einmitt undirstrika fegurð einstaklingsins. Þúsundir og milljónir “sjálfa”, á engan hátt síður merkilegra en ég. Öll svo sjálfstæð. Samansafn óendalegra undantekninga.
Kannski eru það undantekningarnar sem gera okkur að því sem við erum. Við veitum hvert okkar okkur sjálfum undantekningu ef þess gefst færi, til þess að hefja okkur yfir hópinn. Þannig giska ég á að sjálft lífið hafi í upphafi verið undantekning á hinu ólífræna.
Þess vegna er bardaginn og hið blóðuga ferli í sjálfu sér nauðsynlegt. Að fólk sætti sig ekki við það að vera jafnt. Að það reyni að skapa sér gæði umfram aðra. Og að aðrir sætti sig ekki við það að verða eftir. Þetta er fegurð mannsálarinnar.
Hún er þannig kannski ekki friðsöm. En það er allt í læi.
Því ef svo er að til sé það sem kallast mætti tilgangur Mannkynsins, eða fullkomnun manneskjunar, þá finnst mér það réttlætanlegt að við öll fáum að líða fyrir það ef aðeins einn gæti öðlast það.
Afsakið þessi óskipulögðu hugsanatengsl sem þessi skrif vöktu með mér. Ég er ekki að þröngva skoðunum mínum upp á ykkur, þótt ég viti að eflaust séu fáir mér sammála.