Ég las einhvers staðar fyrir þó nokkru að þegar þú deyrð þá léttist líkaminn um 0,22 g. og vísindamenn vita ekki afhverju. Þetta hefur ekkert með það að gera að líkaminn er að losa sig við þvag eða vökva eða neitt þess háttar, þessi 0,22 g. bara hverfa, púff!, ef svo má að orði komast. Kenningar hafa verið settar fram og eru sumar líklegri en aðrar og ein þeirra er sú að þegar þú deyrð yfirgefur sálin þín líkama þinn.
Er þetta rétt? Býr sál innra með okkur öllum sem vegur 0,22 g.? Það er spurning.
Sálin er með dularfyllri hlutum í heiminum. Sem dæmi er sál sögð ekki vera mælanleg á neinn hátt. Samt er talað um að góðhjartaður maður hefur “góða sál” en grimmur og ógeðfelldur morðingi er sagður sálarlaus. Erum við þá bara grimm skrímsli ef okkur vantar sálu? Er sál það sem gerir okkur góð eða í minnsta lagi “mennsk”? Til hvers þurfum við sál? Hún veitir enga “líkamlega” hjálp en er samt jafn ómissandi og hjartað. Værum við bara tóm og líflaus skel án sálu? Er sál kannski bara orð yfir nákvæmlega ekkert?
Hvað ef sálin er ekki til fyrr en þú deyrð? Þú deyrð og þín er minnst af ástvinum og skyldmennum. Sálin væri þá minningin um þig, hvað þú afrekaðir, hvert þú fórst, hvað þú skildir eftir þig í þessum heimi. Sálin væri ljóslifandi minningargrein, samin af hverjum og einum sem þekktu þig í þeirra eigin huga.
Nú er ég orðinn þreyttur eftir þessar djúpu pælingar. Endilega komið með álit ykkar á þessu.
Yours truly,
Frostbyte