Við manneskjur getum verið svo frábærar.
Við höfum allt til alls, við höfum endalausa möguleika. Við erum gangandi kraftaverk fullkominnar sköpunnar..
Við höfum ótakmarkað frelsi.
Allt í kringum okkur er unaðsleg fegurð í öllum hugsanlegum formum og víddum.
Frammi fyrir okkur liggur eilífur leikur ráðgátna og sköpunar, leit að vitneskju og ævintýrum.
Bara við sjálf erum svo flókin og margbreytileg að tæki heila eilífð að fullkanna.
Líkt og í djúpum hafsins eru í okkur möguleikar sem ljós vitundar okkar hefur ekki enn gert sýnilega..

En við erum á svoldið erfiðum stað í sögu okkar.
Við erum á stað þar sem við erum orðin svoldið hrædd við hæðirnar og dýptirnar.
Hrædd um að við ráðum ekki við hina ímynduðu ábyrgð sem fylgir því að hafa val.
Í heimi þar sem eru endalausir möguleikar (alla vega frá okkar sjónarhól :) hvernig getur einn möguleiki verið betri en annar?
Hver hefur sýn og visku til að vita hvert möguleikarnir leiða á endanum?
Hver veit hvað er nauðsynlegt til að eitthvað annað verði?
Til allar hamingju vitum við ekki allt. Að vita allt þýðir að allir möguleikar hafa veið fullkannaðir.
Restin er bara rútína.

Gallinn er sá að eilífðarhræðsla okkar veldur því að við erum búin að festa líf okkar í endalausri rútínu.
Við erum svo hrædd við frelsið að við gerum okkar ýtrasta til að fjötra okkur föst.
Við erum svo hrædd við víðátturnar svo við völdum okkur bústað í helli.

Og

Á sama tíma erum við tortryggin um okkur sjálf, því við þekkjum okkur ekki til fulls, það er ekki hægt.
Við erum alltaf að koma sjálfum okkur á óvart.
Endalausar hugmyndir og ný og ný vitneskja.
Við bara höfum ekki lært að meta þessa gjöf.

Svo við búum til ímyndaðar línur,til dæmis á milli landa, sem við síðan hoppum fram og til baka yfir og ef einhver gerir það öðruvísi.
Refsum við þeim.
Við setum reglur og lög um allt sem okkur dettur í hug og það sem við erum hrædd við.
Freistingin af frelsinu er hinsvegar svo æsandi að við getum oft ekki stöðvað okkur í að brjóta gegn þeim.
Við refsum okkur að sjálfssögðu fyrir þetta líka, stundum með ofbeldi, en best finnst okkur að taka allt frelsi af okkur fyrir þetta.
kannski til að frelsið sem við leyfum okkur verði meira freistandi eftir hið tímabundna (stundum lengur) næstum alveg hefta frelsi.
Margir af okkur hafa reyndar skilið að vissu leiti að við höfum ótakmarkað frelsi.
En þeir (yfirleitt) misskilja frelsið aðeins og halda að það eigi eingöngu við um sjálfa sig.

Að vera eini frjálsi maðurinn (flestir verða þó með semingi að viðurkenna nokkra í viðbót) í þjóðfélagi sjálfskipaðra þræla, veldur því að margir fara í valdaleiki.
Því það er ekkert meira freistandi en að hafa algera stjórn yfir veru sem hefur í raun ótakmarkað frelsi.

Frelsi er eingöngu af hinu góða ef allir hafa frelsi, því vald yfir öðrum spillir óumdeilanlega.
Frelsi til að taka og fáir þori að taka?
Við erum hrifin af leikjum.
Svo þeir fara í leiki um hver geti hrifsað sem mest af lífsins gæðum til sín, sá sem hefur minnstu takmarkanir á frelsi sínu vinnur yfirleitt ef hann spilar rétt.
Frelsi er ekki sama og viska og þroski.
Oft hrifsa þeir svo mikið til sín (því það eru svo fáir sem þora þessu) að nægt hefði mörgum þjóðum.

En

Sjálfum okkur sé lof, því við erum loks að byrja skilja frelsið og hvernig best er að nota það. Æ fleiri eru að skilja þennan einfalda og flókna sannleik.
Hinn eina sannleik sem skiptir í raun einhverju.
Við erum að vísu á langerfiðasta staðnum.
Við erum á brúninni.
Við höfum gengið langan veg til að komast hingað, Margir hafa dáið og þjáðst fyrir þennan sannleik, margir munu enn þjást og deyja fyrir sannleikinn eina.
En í raun er ekkert val lengur.
Annaðhvort stökkvum við fram af og lifum eða við stöðnum á brúninni og deyjum.

Því Líf ER frelsi og stöðnun ER dauði.
Og í þetta sinn munum Við deyja ef við veljum ekki Frelsið.
Hrörnuninn er allt í kringum okkur.
Hin raunverulega barátta milli góðs og ills er allt í kringum okkur.
Innan í okkur.
Hrörnunin er orðin svo mikil að líkt og gamall maður við enda ævi sinnar verður að gefa líkama sinn upp á bátinn.
Verðum við einnig að gera hið sama við Líf okkar.
Annað hvort göngum við inní stórabróðurssamfélag þar sem Regla ríkir yfir öllu, Þeir sem lugu og lofuðu öryggi fá algert frelsi til að ákveða örlög og líf þeirra
sem hræddust frelsið nóg til að fjötra SJÁLFAN sig að eilífu.

Eða

Að við slökum aðeins á, skiljum að frelsið er ekki eitthvað sem við þurfum að stefna að.
Frelsið er og hefur alltaf verið okkar.
Það getur í raun engin tekið það burt nema við sjálf.
Eða eins og Mel gibson öskraði í Braveheart:

“FREEDOM!”

Því þriðji valkosturinn er til og þessi tilgangslausa og heimskulega barátta okkar við okkur sjálf.
Getur aðeins og mun aðeins enda á einn veg.
Ef við veljum ekki frelsið verða allir að gefa líkama sinn upp á bátinn
og manneskjan fer sömu leið og margar aðrar tegundir.
Búið, finito

GAME OVER.