Permanent:
“Þú nefndir þarna einhvað sem var á þá leið að hið andlega sé óendanlega flókið(ég túlkaði það allavega þannig) og ekki mælanlegt!! vissulega er það ekki mælanlegt með neinum raunvísindamæli tækjum en það er mælanlegt út frá sinni egin hugsun og hvort sem fólk sjái einhvern sannleika í þessu fer algerlega eftir því hversu skiningsríkt það er eða ekki.En gallinn við heimspekin í dag er það að það er verið að reyna að sanna einhverja tilvist einhvers sem hefur ekki form en má því aðalega kenna að okkar nútími er orðin óendanlega flókin í einhverju rökfræðilegu máli á sama kostnað hversu erfit það er að útskýra einfalda hluti.Svona svipað eins og skattskýrslan er í dag versus fyrir 1000árum.Þannig tel ég að hið andlega hafi snarminnkað í sama hlutfalli.”
Hið andlega er ekki mælanlegt. Þar af leiðandi, skv minni skoðun, er hið andlega ekki til.
Meðvitundin er gáta, en að svara henni með “hinu andlega” er eins og að svara heiminum með guði, sem menn hafa NB gert og gera enn. En slíkt er ekkert svar. Meðvitundin er að öllum líkindum efnisleg, þó að við þurfum etv að endurskoða fordóma okkar gagnvart efninu samhliða því að innlima efnislega meðvitund inn í skoðana heim okkar. (En þetta er vissulega enn gáta, sem er ósvarað, etv aldrei svarað að fullu, en hið andlega er gerfi svar, sem er blásið út til að fylla í gap ósvaraðrar spurningar! (bara tómt loft))
Okkar efnislegi heili er enn gáta. Hann virðist vera með flóknustu fyrirbærum í þessum heimi. Mig grunar að hann greini heiminn með því að skapa mynstur í sjálfum sér, því að hvernig skiljum við heimin án samhengis hans við sjálfan sig (mynstur). En hann er efnisleg gáta, flókinn með afbrigðum, en við þekkjum ekkert andlegt í honum. Meðvitundin virðist halda til í heilanum, en við vitum ekkert sagt “að hún sé andleg”. Við gætum allt eins talað um hana heilalæga afleiðingu heilastarfsemi, en það væri líka loðið, líkast til raus, eins og allt tal um hið andlega.
Varðandi hið andlega: Hversvegna hafa sýru/basa efna kokteilar og -món og -mín, áhrif á meðvitund okkar, og í stuttu máli, allt sem í daglegu doðatali er kallað andlegt?? Vekur slíkt ekki upp grunsemdir um að hin andlega gríma, sé einmitt ekkert annað en gríma, á fési efnisins í þessum undarlega dansleik sem við köllum líf eða tilveru. Þetta er bara efni, að því er virðist.
Heimurinn er samur við sig og áður, og hann er jafn einfaldur og flókinn og hann var áður. Það er samfélagið sem hefur hækkað flækjustig sitt. Þal er til eitthvað sem heitir skattskýrsla, og eyðublöð, því miður. ;) En tilveran, þegar öllu kjaftæðinu er svift í burtu, er hrein og tær eins og hún áður var. Málið er að greina tilveruna, og geta kúplað sig út úr kjaftæðinu stöku sinnum, til að halda í sinn mjúka mannlega hluta, sem kann best við grösuga dali, fuglasöng í kyrrlátu rjóðri, og blæ á vanga. Hið andlega í þessu samhengi, er ekkert annað en áskapaðar tilfinningar og eðlisávísanir, sem virðast á leið til úreldingar í samhengi nútímasamfélags, en þær eru við, og við erum þær, og þeim verður að sinna, eða þær gera uppreisn eins og frönsk bylting og steypa skynseminni af stóli sínum. Við verðum að rækta þær tilfinningar sem okkur eru áskapaðar, jafnvel þó gagn þeirra sér úrelt. Tilfinningar okkar knýja okkur og gera okkur. En samfélagið mun halda áfram að flækja sig, og við verðum skilin eftir ef við förum ekki með í þetta ferðalag, inní rafrásir framtíðarinnar, sem eru soldið eins og tilfinningakulinn eiginmaður sem kann ekki á dinti konu sinnar, og skilur hana eftir hinu megin við múr Morgunblaða og reyk úr pípu sinni. En val eiginkonunnar er einfalt. Annað hvort eða, vera eða fara. Ég kýs að vera, en að fara svo öðru hvoru í löng sumarfrí til blóðheitari landa. En það þýðir ekki að við eigum að hlaupast þangað á brott, og gleyma uppruna okkar í hjónabandi okkar við framtíð og skynsemi. ;) (Láttu mig vita ef þessi líking var of þykk.)
“Já ég veit að ég tala oft í mótsögnum enda er ekki hægt að útskýra það óendanlega í rökfræðilegu formi EN!!!! það er hægt að útskýra það órökræna fyrir sjálfum sér og þar er galdurinn.Galdurinn er sá að með samvinnu getum við lift okkur á æðra plan og ég er svo að vona að ég geti lyft öllum hærra yfir á þessa sýn sem ég hef seð og gengið í.”
Það sem þú ert að tala um hér, er ekkert annað en flóttinn mikli, undanraunveruleikanum og skynseminni. Sem er skiljanleg freisting. Hið órökræna eru tilfinningar, þær eru nauðsynlegar, en tákna lostug endalok án skynseminnar. Hvar ertu ef þú slæst í ferðalag án enda í slagtogi með tilfinningunni, en skilur skynsemina eftir heima, til að halda húsi þínu hreinu, fægja potta, ryksuga og dusta ryki af fortíð þinni í mannheimum? Þú týnist bara í dimmum skógi, og ratar ekki heim, hræ þitt hreinsað að beini af villidýrum og brotin bein þín notuð í hálsfestar frumstæðra þjóða. Þetta æðra plan er víðátta án enda, þar sem saklaus börn og aðrir draumóramenn týna lífi sínu.
“Jú jú vissulega er heimspekin vetvangur sína eigin hugsuna en útskýringar verða aldrei neitt meir en bara rökfræðilegt mál.Þessvegna klauf ég heimspeki saman við andhverfu sína sem má kannski kallast dulspeki en fyrir mér er þetta orðið að nýrri speki sem mætti kallast lífsspeki.Það er ekki hægt að útskýra þetta rökfræðilega algerlega en það er hægt að útskýra þetta algerlega andlega.”
Dulspeki er einfaldlega ekkert annað en geld heimspeki. Óbyrja kona. Rökin eru eistu og eggjastokkar heimspekinnar, ef þau eru fjarlægð, ber hún engan ávöxt. Kynlífið þarf ekkert að vera verra, en niðurstaðan er engin.
“Já þú talar um orkuna en mín skoðun er sú að öll sú orka sem til er í okkar efniskennda raunveruleika koma af sömu uppspretu af hinum óendanlega raunveruleika og getur einmitt sú orka byrst í hvaða mynd sem er t,d, rafmagn,varmi,tímaferðalög,jarðefni og jafnvel okkar eigin hugarorka.”
Ég held að þú sért eitthvað að villast hér. :)
“Nei ég mun aldrei geta rökfært þetta óendanlega út frá einhverju jöfnum enda er ég einungis bara með 136 gráður í greind og ég veit að það er ekki mín leið til að flækja þetta einhvað enn meir heimurinn er nú alveg nógu snúinn fyrir.Og ennfremur mun ég aldrei geta sannað tilvist þess sem er órökrænt þó svo að ég mundi eyða allri æfinni í einungis bara það.Það er ekki minn tilgangur hvert sem er.”
Þetta er myndarleg tala hjá þér. Já, þú getur ekki sannað það sem órökrænt. Að sanna hið órökræna, er í raun mótsögn. Þar sem sönnun er í eðli sínu rökræn, og fæst aðeins við rök. Að reyna slíkt, væri vissulega Kleppur. ;)
“Frekar ætla ég að einfalda þetta algerlega niður á við og þá niður á hugtakið ég(sem eru við) og ætla ég að byrja á því að núna þótt svo að allur stormurin sé farin úr hausnum að ég sé þessi skrif þín á alveg jafn mikla mótsögn og þú sérð mína mótsögn.Þetta svar þitt segir mér talsvert hver þinn andlegi þroski er og ég veit að þú ert opin fyrir öllu en ertu opin fyrir því að þitt endanlega svar fæst innra méð þér??? en ég held að þú sért nú bara á svipuðu róli og ég að flestu leiti en þú hefur ekki innsýnina inn í þennan heim.Þessvegna mun ég hægt og sígandi að hjálpa þér að opna þann lás sem býr í sjálfum lífskjarnanum í þér en samt ekki það hratt að toppstykið springi.”
Mótsögn á aðeins við í samhengi við rök. Og er notuð um röfærslur sem eru ekki gildar. Eða stangast á við sjálfa sig.
Ég veit ekki hvaða mótsögn þú sérð, en ég veit ekki alveg hvað þú ert að segja í grunninn, svo að ég veit ekki hvort að hugtakið “mótsögn” á við í samhengi við texta þinn. En ég tilbúinn að horfa í glyrnurnar á hvaða mótsögn sem er, og takast á við þær hverja á fætur annari. Tala nú ekki um ef þær halda til í því sem ég er að segja.
Það má vera að þú hafir á sínum tíma verið á þeim stað sem ég er nú.
Ég er almennt opinn fyrir flestu. En ég fer almennt varlega í að opna lása sem gætu sprengt af mér hausinn. Enda er slíkt illa liðið í margmenni, slíkt gæti valdið misskilningi, og talið hryðjuverk. ;)
Annars tel ég mig almennt ágætlega fær í því að opna þessa lása sjálfur, þó ég fúlsi ekki við góðum samræðum um aðferðir og leiðir.
“Ég ætla núna að koma með smá mola og ég ætla byrja á því að gætur þú trúað því að alheimurinn er tæplega 15 milljarða ára gamal og er enn í sinni sínuslagaðri uppsveflu sem mun taka í heild sinni 55 milljarða ára í heild sinni og enda á því að falla algerlega saman við sjálft sig,bæði hinn efnislega veröld og sú óefnislega?? Raun vísindin geætu aldrei komst að þeirri niðurstöðu vegna þess að hann er núnast óendanlega stór og ennþá að þenjast.Niðurfallið mun hefjast þegar þyngtaraflið sem heldur honum saman verður það veikt að efnið byrjar að falla saman á sínum eigin forsendum.Sama á við um tímann sjálfan en hann er fyrir mér engöngu bara mælitæki á hraða og hraði er efstæður,bæði í hugsunum sem og efnislega.”
Rugl!
Þú ert hér með hálsfesti setta saman úr ómerkilegum glerkúlum, og etv einstaka staðreyndarperlu sem þó er ekki sérlega hrein af gæðum, og selst ekki á sérlega háu verði.
Þú ert hér kominn út raunverulekanum.
“En gætur þú trúað því að ég og þú erum mjög merkilegar persónur en ef þú trúir því ekki trúir þú ekki á sjálfan þig.ég trúi á sjálfan mig og ég trúi að ég hafi mína sannfæringu um það hver ég í raun og veru er.En það mun alltaf vera þið sem skilgreini mig sem einhvað en ég braut niður allar skilgreiningar um það hver ég er í mínu innsta eðli.Ég er minn egin guð og ég mun sannarlega koma öðrum um þennan sama skilning.Það er minn tilgangur eftir allt saman.Ég mun aldrei geta þagað yfir þessari vitneskju því hún á við um aðra og ég hef svo sterka trú á því að mín vitneskja muni hjálpa heiminum en ég mun einungis geta hjálpað þegar skilningurin er komin hjá fleirum ef þú skilur hvað ég á við.”
Ég efa ekki að þú sért merkilegur. Og ég veit að ég er spes. ;) Af góðu og eflaust af einhverju miður líka.
Það er gott að þekkja sjálfan sig. En geta aðrir nokkurtíma deilt þeirri þekkingu? Hún verður aldrei sú sama og þú hefur, því fólk skilur þig, út frá sjálfu sér. Þannig verður þú að skilja aðra til að miðla sjálfum þér. Að auki verður þú að hafa tök á raunveruleikaum, íþm þeim sem fólk álítur almennt vera þann rétta. Allt byggist þetta á rökum, með öðrum orðum mynstri. Mér finnst orðið mynstur fallegra og miðla dýpri skilningi á rökum, en hugtakið rök. Þú getur líka séð mynstur fyrir þér, en rök virðast einhvern vegin vera dauðari, en þau eru það í raun ekki. Rök eru lífleg, og margbrotin, falleg. Þú ættir að vingast við þau, og raunveruleikann í leiðinni. Því rökin (mynstrið) eru innsta eðli hans. Þú verður að hjálpa sjálfum þér fyrst, til þess að eiga möguleika á að hjálpa svo öðrum. Sættu þig við það.
“En hvað um það ég ætla að fara út að hjóla en hugsaðu þér bara betur um þetta svar mitt og reyndu að útskíra það fyrir sjálfum þér hvar mótsögnin felst í sjálfum sér.”
Ég finn enga mótsögn, en ég er tilbúinn að takast á við þær ef mér eru þær sýndar.
Gaman að heyra að þú hjólir, ég er hjólari sjálfur. Þú ættir að kíkja í á síðu Íslenska Fjallahjólaklúbbsins ("
http://this.is/hjol/") og eða kíkja á fundi í klúbbinn á fimmtudögum kl 20:00.
Kv.
VeryMuch