Mér líður ekki eins og parti af þessum heimi, hvað er að ?
Afhverju er eina spurningin sem ég fæ í huga mér: Afhverju ?
Afhverju er ég hér ?
Hef ég tilgang, er ég aðeins afurð líffræðilegra og tilviljannakenndra atburða ?
Hvað gengur þjóðfélagið út á ? Ég sé ekki annað en við séum tíndar ljósglætur í myrkri sem finna sér tilgang í uppgerðum guðum og mannlegu siðferði..
Ég skil hvernig sumir sleppa þessu, lifa þægilegra lífi með því að sleppa því að hugsa út í þetta, finna sér tilgang. Ég sé engan tilgang, hendur mínar skjálfa þegar ég skrifa þetta. Ég hef aldrei ætlað mér að opinbera þetta fyrir neinum.
Ég vil bara vita hvort það séu fleiri sem líður svona, leið svona.
Hvað sættiði ykkur við ?
Bara það að menntast komast út á vinnumarkaðinn verða rík og eignast fjölskyldu? Finna hamingju..
Ég veit ekki í raun hvort ég ‘meika eitthvert sens’ eða hvort ég eigi eftir að sjá eftir að hafa sent þetta inn á morgun en þetta er stormurinn sem geysir í huga mér, flísin í huganum sem heldur mér oft á tíðum í burtu frá því hvað er að gerast í kringum mig.
Ég er ungur, ég er kannski smeykur við óvissuna sem bíður mín og heiminn eins og hann er og finnst mér líklegt að mörg ykkar eigi eftir að draga þær ályktanir, en mér finnst einnig líklegt að nokkur ykkar finna fyrir þessari flís þó hún sé grafin djúpt.
Ég tel mig ekki vera þunglyndan, ég á góða vini sem oft á tíðum er hægt að ræða svona mál við og hef mín áhugamál sem ég stunda.
Þá geri ég mína fyrstu setningu að spurningu og beini henni að ykkur kæru félagar í þessu samfélagi sem hafa þroskann í að svara þessu á viðeigandi hátt, og sérstaklega ykkur kæru heimspekingar sem mig langar að trúa að geta hafa lent í sömu aðstæðum og ég.
Stranger things have happened