Mér datt í hug að reyna að gefa upp grunnhugmynd um hvað frelsi er svo að ég fletti því upp og skrifaði þessa stuttu grein.
Allir vilja kallast frjálsir en hvað er það?
Frjáls maður er fullkomlega frjáls athafna sinna, það þýðir að hann getur gert hvað sem honum sýnist án hindrunar frá einstaklingi eða hópi.
Allar tegundir frelsis virðast segja frá aðgerðum eða aðgerðaleysi einstaklings þar sem hann velur hvað hann vill og framkvæmir það óhindrað.
Við köllum Ísland frjálst land en er augljóst að ofangreindar skilgreiningar falla ekki undir hvern einstakling íslenska ríkinsins. Þess vegna hljótum við að vera að tala um tvo mismunandi hluti.
Frelsi er afstætt hugtak og hefur verið skilgreint á mismunandi hátt.
John Stuart Mill sagði að einstaklingur bæri ekki ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sem ekki snertu aðra. Einstaklingurinn ber hins vegar ábyrgð á athöfnum sem snerta aðra, þannig athafnir(lögbrot) ættu að vera refsiverðar.
En er frelsi alltaf eins? Er það það sama að versla þar sem maður vill, tala við þann sem maður vill eða að lesa það sem maður vill það sama og að mæta á kjörstað og kjósa fulltrúa sinn í stjórn landsins?
Nei! Hérna tölum við annars vegar um athafnafrelsi og hins vegar pólitískt frelsi.
Það eru til fleiri frelsistegundir.
Það er:
-Efnahagsfrelsi
-Atvinnufrelsi
-Viðskiptafrelsi
-Tilfinningafrelsi
-Málfrelsi
-Skoðanafrelsi
og fleira.
Einstaklingur ætti að eiga kost á að upplifa öll þessi frelsi -Allir jafnt.
Jafnt vegna þess að ef allir einstaklingar myndu vera fullkomlega frjálsir athafna sinna þá myndu athafnir þeirra skarast og hamla hverjar öðrum og þannig svipta okkur frelsinu.
T.d. ef mig myndi langa í stein á götunni en á sama tíma myndi annan einstakling langa í sama steininn þá gæti bara annar okkar fengið hann og annar okkar yrði þannig sviptur frelsinu á að eignast steininn.
Þess vegna þarf að skera niður frelsi manna svo að allir séu “jafnfrjálsir”. Þannig að maður ætti að hafa rétt til að gera hvað sem maður vildi svo lengi sem það skaðaði engan annan.
En ef stjórnin væri bygð upp þannig mætti ég líklegast skaða náttúruna eða hella úrgangi í sjóinn þannig að þessi skilgreining gengur ekki alveg upp.
En hvað gengur þá upp?
Lýðræði virðist leysa það þannig að fólkið kýs einstaklinga í ríkisstjórn sem sér um að semja lög um frelsisskerðingu til varnar umhverfinu og öðrum og að halda verndarvæng utan um þessi lög með lögreglu eða her.