1. Ég á ekki að þurfa að hafa áhyggjur því það er ekki mér að kenna. Það skiptir mig ekki neinu einasta máli hvort þetta fólk lifir eða drepst, alveg einsog því er alveg drullu sama hvort ég lifi eða drepst. Hvað þeim dettur í hug að stela frá einhverjum sem endar þá með því að lenda í einhverjum þvílíkum vandræðum, jafnvel meiri en þjófurinn er í, útaf því að það var stolið einhverjum hlut frá þeim? Á sá sem var stolið frá þá bara ekki að fara að stela til að bjarga sér? Finnst þér það allt í lagi?
2. Hann mun hvort sem er drepast ef það kemst upp um að hann stal frá þessu ríka fólki.
3. það var ekki ég sem sagði þetta frá byrjun, bara var sammála þessu. En, það sem ég var að meina, ef sá sem stelur gat einhverntímann farið í skóla til að læra en gerði það ekki, þá er hann aumingji með því að stela, og þannig láta það bitna á öðrum, fyrir að hann nennti ekki í skóla.
4. Hvaða andskotans máli koma þeir sem búa í þessum vinnulausu löndum þessu máli við?
5. Einsog ég sagði, þá er ég ekki að tala um Afríki lönd og lönd svipuð Afríku, en hvað er annars fyrir fólk þar að stela? Þar er sama sagan, kannski er einhver sem er búinn að vinna sér inn mat með að veiða eða eitthvað, og svo kemur annar letingi sem nennir ekki að veiða og stelur matnum. Og plís, ekki minnast á þessi andskotans lönd aftur, ég orðinn leiður á því að eina leiðin þín til að snúa útúr þessu hjá mér er með að segja að það eru til fátæk lönd, ég segji aftur og í síðasta skiptið, ég er ekki að tala um þau lönd!
6. Kannski ég kynntist því ekki alveg, en bróðir hans pabba er þannig. Núna veit enginn hvar hann er, hvort hann er lifandi eða dauður, eða hvaða nafn hann notar! Eina sem við vitum um hann er að hann notaði nafnið hans pabba míns til að fá ökuskírteini núna og núna er pabbi með sekt í Rússlandi. En hann nennti ekki í skólann, eða að vinna, þannig hann stal, svo seldi hann það sem hann stal, og flúði landið. Svo var hinn bróðir hans pabba svona líka, en þegar annar flúði landið tók amma bæði pabba (hann var þá 13 ára) og hinn bróðir hans og kenndi þeim að lifa ekki einsog sá sem flúði landið, og þeir fóru báðir í skóla og lifa eðlilegu lífi núna. Og ég fyrirlít þá sem stela svo ógeðslega mikið, að ég mun fyrr drepast en stela til að halda mér lifandi.
7. Það var ekki ég sem byrjaði. Ég svaraði bara greininni sjálfri, sem þú skrifaðir ekki, og sagði í því svari mína skoðun, og eins góð rök og ég mögulega gat fyrir þeirri skoðun, og svo komst ÞÚ og svaraðir MÍNU svari og byrjaðir allt þetta. Ekki ég.
“1. Ég á ekki að þurfa að hafa áhyggjur því það er ekki mér að kenna. Það skiptir mig ekki neinu einasta máli hvort þetta fólk lifir eða drepst, alveg einsog því er alveg drullu sama hvort ég lifi eða drepst”
Ég hélt að mannlegt líf væri einstakt og miklu merkilegra en allir hlutir. Varstu þá ekkert að meina það, eða hvað? Og ef þér er drullusama um það hvort fólkið lifir eða drepst, af hverju ætti því þá ekki að vera drullusama um það hvort þú ert búinn að vinna eins brjálæðingur fyrir eignum þínum eða ekki? Af hverju ætti það ekki að stela þeim ef það getur það og getur komist upp með það, því þeim er jú drullusama um þig?
Og að vissu leyti er þetta þér að kenna því þú hindrar aðgang annarra að því sem þú átt því þú þykist vera “réttlátur” eigandi þeirra. Ef svo er svaraðu mér þá þessu. Ef að einhver myndi svindla í maraþonhlaupi og byrja kílómeter frá endalínunni og “vinna” síðan verðlauninn fyrir fyrsta sæti þætti þér það sanngjarnt? Væntanlega ekki því hann svindlaði. En þannig er lífið einmitt. Ég, þú og aðrir Vesturlandabúar við byrjum með ótrúlega mikið forskot á aðra íbúa heimsbyggðarinnar. Við fáum ókeypis menntun sem ekki næstum því allir í heiminum fá og við höfum tækifæri á vinnu sem ekki næstum því allir í heiminum hafa. Síðan þykjumst við vera réttlátir eigendur eigna okkar, rétt eins og svindlarinn í marþonhlaupinu þykist vera réttlátur eigandi verðlaunanna sinna því hann hljóp nú einu sinni heilan kílólmeter til þess að fá þau.
“Á sá sem var stolið frá þá bara ekki að fara að stela til að bjarga sér? Finnst þér það allt í lagi?”
Nei, mér finnst það ekki allt í lagi, en mér finnst það verra að fólk svelti til bana.
“2. Hann mun hvort sem er drepast ef það kemst upp um að hann stal frá þessu ríka fólki.”
Þá er um að gera að láta ekki komast upp um sig.
“En, það sem ég var að meina, ef sá sem stelur gat einhverntímann farið í skóla til að læra en gerði það ekki”
Ef hann gat það, já. En ef þú segir að ALLIR sem steli séu að gera rangt þá ertu væntanlega að tala um ALLA, ekki bara þá sem höfðu tækifæri á því að fara í skóla en köstuðu því út um gluggann.
“4. Hvaða andskotans máli koma þeir sem búa í þessum vinnulausu löndum þessu máli við?”
Þeir koma málinu þannig við að það er pottþétt eitthvað fólk þar sem stelur af því að það á ekki annarra kosta völ. Og þú ert að tala um ALLA sem stela er það ekki, ekki bara þá sem ræna geislaspilaranum þínum til að eiga fyrir dópinu sínu?
“Þar er sama sagan, kannski er einhver sem er búinn að vinna sér inn mat með að veiða eða eitthvað, og svo kemur annar letingi sem nennir ekki að veiða og stelur matnum.”
Í þessu tilfelli finnst mér það rangt hjá manninum að stela, en ef að þú eða einhver annar ríkur Vesturlandabúi sem gat “með léttuni” unnið sér inn pening og einhver annar sem gat ekki unnið sér inn pening “með léttunni” og er að svelta kemur og stelur frá honum þá finnst mér það ekki rangt. Þetta er dæmi sem getur vel komið upp og hefur örugglega gert það margoft.
Og ekki segja “ég er ekki að tala um þessi lönd” því þú ert víst að gera það þegar þú segir að það sé ALLTAF rangt að stela.
“ég segji aftur og í síðasta skiptið, ég er ekki að tala um þau lönd!”
Ef þú segir að ALLIR sem steli séu alltaf að gera rangt í því að stela, þá ertu væntanlega að tala um fólk í þessum löndum líka. Nema þú sért ekki að segja að allir sem steli séu að gera rangt, bara sumir.
“en bróðir hans pabba er þannig”
Bróðir hans pabba þíns er ekki allir í heiminum.
“Og ég fyrirlít þá sem stela svo ógeðslega mikið, að ég mun fyrr drepast en stela til að halda mér lifandi.”
Sumt fólk stelur til þess að fæða krakkana sína. Myndir þú frekar láta krakkana þína (ef þú ættir krakka) svelta heldur en að stela?
Auk þess eru þetta engin rök fyrir því að það sé rangt að stela. Ég get alveg eins sagt “Ég mun fyrr drepast heldur en að gifta mig”. Það þýðir ekki að það sé rangt að gifta sig.
“7. Það var ekki ég sem byrjaði. Ég svaraði bara greininni sjálfri, sem þú skrifaðir ekki, og sagði í því svari mína skoðun, og eins góð rök og ég mögulega gat fyrir þeirri skoðun, og svo komst ÞÚ og svaraðir MÍNU svari og byrjaðir allt þetta. Ekki ég.”
Það getur verið að ég hafi byrjað þetta. En það er af því að þessi alhæfing þín fór svo í taugarnar á mér. Ef einhver hefði svarað einhverri grein með því að segja að það sé allt í lagi að stela og komið með eins góð rök og hann getur fyrir því, hefðir þú þá ekki andmælt honum og þar með byrjað að bögga hann?
Og að lokum, ekki segja alltaf nema að þú meinir alltaf.
0
Ok. Þannig niðurstaða þín er sú: Þeir sem eiga heima í fátækum löndum mega stela, aðrir ekki?
0
“Ok. Þannig niðurstaða þín er sú: Þeir sem eiga heima í fátækum löndum mega stela, aðrir ekki?”
Ekki beint, heldur sú að fólk sem stelur er ekki ALLTAF að gera rangt. Mér persónulega finnst það t.d. ekki vera rangt að stela þegar maður er að berjast fyrir lífi sínu.
Hins vegar tel ég að það sé ekki til neitt algilt rétt og rangt bara það sem fólki finnst. Og mér þótti það sem þér fannst vera svo heimskulegt að ég bara varð að kommenta á það og komast að því af hverju þér fannst það.
0
Verð að viðurkenna að rökin hafa verið 150% þín megin og þessi bjáni þarna, Klikkhausi er greinilega alveg búinn að missa það og meira en það. Semsagt Rúst!!! af þinni hálfu, ekki það að þetta eigi að vera einhverjar harðar rökræður en þetta var allaveganna rúst og það flott.
0
Og já, ef einhver segjir eitthvað sem fer í taugarnar á mér, þá læt ég það gersamlega í friði nema sá hinn sami er að beina því að mér. Þú hefðir einfaldlega geta svarað greininni einsog ég og sagt þitt álit án þess að vera að spyrja af hverju mér finnst þetta sem mér finnst.
0