Miðgarður:
Já ég er á sama máli og Gthth, skv bestu vitund.
Glæpur er ss skilgreindur af löggjafarvaldinu, skilgreiningin er svo túlkuð af dómsvaldinu. Það er allt og sumt.
Ég tel td ekkert náttúrulega glæpsamlegt, heldur er glæpur mannasetning.
En svo mætti útfæra spurningu þína sem svo: “Hvers vegna er eitthvað skilgreint sem glæpur af löggjafarvaldi?”
Svar mitt við því er að líta á samfélag sem einskonar byggingu, ekki ólíkt brú eða húsi. Til hús eru mismunandi, og þau lúta lögmálum náttúrunnar.
Það er hlutverk byggingarmeistara eða verkfræðings að byggja byggingu svo vel sé. Á teikniborðinu er lagt upp með ákveðið markmið, þeas byggingu sem uppfyllir ákveðin skilyrði, sem gætu verið margskonar; td burðarþol, hve fljótlegt er að byggja bygginguna, hvað kostar að byggja bygginguna, viðhald við bygginguna osfrv. Það er svo hlutverk byggingarmeistarans að ná þessu markmiði, sem byggir á þekkingu hans á náttúrulögmálunum. (Þegar ég tala um náttúrulögmál á ég bæði við svokallaða tækni sem og lögmálsbundin fræði kennd við vísindi, en þessi fyrirbæri eru í raun af sama meiði.)
Að byggja samfélag krefst þess sama og að byggja byggingu, þó okkur skorti etv eins nákvæm vísindi við það verk. Etv er slík nákvæmni ómöguleg, þar sem eðli samfélagsins er ónákvæmt, þeas eðli þess fellur illa að hlutlægum mælingum. Engu að síður er um að ræða markmið, og leið að markmiðinu, og að lokum raunverulegu niðurstöðu þessara þátta.
Samfélög þurfa í fyrsta lagi að vera möguleg, þeas þau þurfa að endast, og sundrast ekki. Ég tel að kjarni flestra laga hafi gengið í erfðum, og hafi aðallega lotið að þessu atriði. Þeas hvaða reglur þurfa að vera í samfélagi svo það leysist ekki upp. Grundvallar þættir í þessum hluta lagana lúta væntanlega að því að það sé refsivert að drepa samborgara sína.
Síðar væri hægt að ímynda sér að það þurfi reglur til þess að gera viðskipti möguleg, sem og skyld atriði eins og erfðir. Þal er refsivert að stela eða eyðileggja eigur annara.
Hvernig þetta gerðist nákvæmlega, er auðvitað á reiki, og ég er bara að setja þetta svona upp til þess að skýra hugmynd mína. Reglur hafa eflaust fylgt okkur mönnum frá því að við vorum engöngu ættbálkarsamfélög, og reglurnar hafa eflaust verið mis skynsamlegar. En ég tel að þær reglur sem hafa þjónað því hlutverki að varðveita samfélögin sem þau giltu í sem best, hafi erfst, ekki ósvipað og með náttúruvalinu sem við könnumst við annarstaðar frá úr náttúrunni.
Í hvaða röð eða á hvaða hátt nákvæmlega þetta þróaðist gæti hafa verið mismunandi eftir svæðum, og etv á þann hátt sem okkur kæmi alls ekki til hugar. En eftir stendur að það er skynsamlegur kjarni í lögunum, sem lítur fullkomlega köldum rökum skynseminnar, en síður tilfinninga. En tilfinningarnar eru vissulega náttúrulegur þáttur sem þarf að taka mark á við byggingu laga.
Það má líta á þetta sem rök gegn einhverju sem mætti kalla siðferði af náttúrunnar hendi. Nema fólk vilji fara að tala um safélagsspeki.
Þannig er spurning um lögleiðingu vændis eða ekki, og útfærsluna á því, aðeins spurning um það hvaða afleiðingar lögin hafa á samfélagið, og hvort þær afleiðingar dæmist æskilegar eða ekki af hálfu löggjafarvaldsins. Þetta tel ég eiga við alla lagabálka.
Kv.
VeryMuch
Heilir og sælir.
VeryMuch:
Ég er að mestu leyti sammála þér, og gthth, þó vil ég andmæla ýmsu í textanum þínum. Helzt bara fyrir framgang rökræðunnar. Ég hef engu við glæpaumræðuna að bæta. En mér finnst þessi líking, sem þú kemur með ekki nógu góð - hún er mjög misvísandi. Maður byggir hús, líkt og samfélag er byggt segir þú. En ertu svo viss um að samfélagið, eða einstakir hlutar þess, hafi verið „byggðir“? (kannski er ég að misskilja þig, gæti verið að þú meinir að samfélag sé eins uppbyggt og hús… en, gildir einu).
Eitt lærði ég nefnilega af því að lesa bók eftir Atla Harðarson, það er að kerfi geta orðið til „ofan frá og niður” eða „neðan frá og upp," hann tók skemmtileg dæmi af samfélagi maura og forritun tölva. Man þetta ekki mjög glöggt, en hann sagði að kerfi gæti vel verið skipulegt án þess að vera skipulagt og að kerfi mannlegs samfélags (t.a.m. tungumálið, siðareglur, lög, viðmið o.s.frv.) dragi mun meiri dám af ómeðvituðu skipulagi maura en áætlanagerð - t.d. húsbyggingar og þvíumlíkt.
Vonandi kom ég þessu nógu skýrt frá mér, annars neyðist þú bara til að lesa Af jarðlegum skilningi eftir Atla;)
Takk kærlega,
MI
0
EkztaC:
Sæll
Ég veit svo sem ekki hvað er hægt að misskilja í þessu.
Ég kannast við byggingar ofan frá og neðan frá, en slíkt er í raun aukaatriði.
Lög byggja samfélag væntanlega neðan frá að einhverju leiti, og að sumuleiti ofan frá, þeas með að setja reglur, líkt og í forriti og með því að setja ramma, búa til einingar í samfélaginu. En þetta breytir því ekki að um “byggingu” er að ræða. En það þýðir að sjálfsögðu ekki að samfélag sé bókstaflega hús. Ég vísa því algerlega á bug að þessi líking sé léleg. Ég tel hana hinsvegar mjög góða. ;) Ég átta mig hinsvegar ekki alveg á því hverju þú ert ekki að átta þig á.
Ps. Þú gerir villu þegar þú segir: “Maður byggir hús, líkt og samfélag er byggt segir þú.” Ég segi samfélag er “bygging” líkt og venjuleg bygging, þó um eðlis ólík fyrirbæri sé að ræða að öðru leiti. Auk þess væri réttara að segja að safélög séu byggð eins og hús, en ekki öfugt. Ég gæti líka notað líkingu við forrit sem er forritað, en það er ekki eins gott dæmi að mínu mati. Enda yrði nákvæmnin í forritun villandi í líkingunni.
Kv.
VeryMuch
0