Miðgarður: (Freysi líka.)
Gaman að fá grein frá þér. Er ekki ár og öld síðan þú sendir inn grein? ;)
“Ég ætla hins vegar að leika mér að hugmyndinni um að grunneingar heimsins eru upplýsingar, þ.e. orð en hvorki efni né orka.”
Það eru margir sem tala um orð og mál, sem einhvern grundvöll, þegar það kemur að manninum. Ég er því ósammála, en ég sný mér að vangaveltu.
Mál og orð eins og við þekkjum þetta, er augljóslega möguleg fyrirbæri. Þar sem þau eru staðreynd. En það sem mér þykir mun mikilvægara, í þessu sambandi, er á hverju þessi fyrirbæri hvíla. Mál og orð eins og við þekkjum það, er í raun aðeins sértekning, í heimi sem hvílir á eða í mun víðáttumeira lögmáli. Því eru möguleikarnir fleiri, líklega munfleiri, og grunnurinn liggur eflaust mun dýpra, en hann sé málið eða orð. Tölvur eru kannski ágætt dæmi um annan möguleika, innan þessa lögmáls. En nú er ég að verða of dularfullur, en það er ekki meiningin. Því skal ég reyna að útskýra mig sem best ég kann.
Þú og Freysi voruð að karpa eilítið um sétækar út færslur á tölvutækni eins og við þekkjum hana í dag. Þið vissuð eflaust báðir að það hefur lítið sem ekkert að gera með kjarna málsins, heldur er mun fremur út úr dúr.
Varðandi hardware/software pælinguna, er hún kannski hvað frjóust í þessu samhengi.
Við gætum td spurt okkur hvar softwarið sé staðsett í handsnúinni reiknivél.
Eða þá spurt hvar softwareið sé staðsett í tölvu sem er mötuð á götuðum pappír.
Sumir myndu eflaust segja að softwarið væri gataði pappírinn. En það væri eflaust vel hægt að útfæra sömu tölvu til að taka við upplýsingum á formi misstórra tannhjóla sem væri raðað upp á mismunandi hátt innbyrðis, og búa þannig til vél sambæri legri við pappírs-ætuna. Þessi vél yrði vissulega ekki handhæg, en hún myndi nægja sem rök í máli mínu. Við gætum líka auljóslega búið til handsnúna Turing-vél sem væri samsett úr mismunandi hlutum úr ryðfríu stáli með vænum slurki af smurolíu. Þetta eru allt möguleikar, ólíkar útfærslur af sama lögmáli.
Að tala um hardware eða software, er að misskilja eðli fyrirbærisins.
Þeir sem hafa lesið röflið í mér, kannast líklega vel við frasan “að allt sé munstur”. En ég ætla ekki að fara út í smáatriði þess sem ég á við þegar ég segi þetta, það er nefnilega mikilvægt að hafa ákveðna hluti á hreinu hvað það varðar, til þess að misskilja þessa hugmynd mína ekki all hrapalega. Ég ætla því aðeins að benda á mynstrið í maskínunni, tölvunni, en ekki að fara út í pælingar mínar í heilulagi.
Það er augljóst að tölvur eru í raun efni og mynstur. Það eru takmörk fyrir því hvernig efnið getur raðast í mynstur, eða stakir hlutar mótast í mynstur. Þessi takmörkun mætti kalla mengi mögulegrar gerðar tölvu, svo hún virki, miðað við efni sem hún notast við, og svo framvegis.
Þetta er í raun nákvæmlega það sama og er að gerast innan í líkama okkar, íþm bendir flest til þess. Þeas efni sem myndar mynstur, takmarkað af möguleikum samraðana sem gera þessu kerfi kleyft að fúnkera, skv skilgreingu, þe vera lifandi og við heilsu.
Á sama hátt er tölva samanraðað efni, sem hefur mynstur sem uppfyllir þau skilyrði að kerfið virki sem tölva.
Hvað virkar og virkar ekki, hvað varðar samröðun þessara fyrirbæra og allra fyrirbæra yfir höfuð. Ræðst af náttúrulögmálum, eða bara Lögmálinu, eins og ég vill kalla það einu nafni.
Og það er í raun þetta Lögmál, að því er ég kemst næst, sem ræður því að efni hlýtur að þurfa að hafa mynstur, þeas eitthvað form. En við köllum lögun hluta sjaldnast mynstur, nema að lögun hluta myndi samræmi í samhengi við aðra hluti, þeas myndi kerfi, þeas lögun kerfisins/heildarinnar og lögun eininga innan þess, myndi samræmi, sem við köllum í daglegu tali mynstur.
Hvernig kerfi “vinnur”, hvaða kerfi sem það er, ræðst svo að mynstri þess, og Lögmáinu (en allt ræðst að sjálfsögðu af Lögmálinu þannig að það má horfa fram hjá því.)
OK. Spólum pínulítið til baka og setjum þetta í samhengi.
Við vorum upphaflega að velta fyrir okkur tilverunni, þe hvort hún geti mögulega verið forrit í tölvu.
Ég myndi segja það vel mögulegt. Nema að ef svo væri, þá myndum við aldrei kalla þessa HeimsTölvu tölvu. Tölva væri meira svona hugtak sem gerði HeimsTölvuna skiljanlega, að því leiti að við gætum nálgast fyrirbærið í eigin huga út frá fyrirbæri sem við skiljum betur (tölvunni).
Mannkyn hefur raunar ávallt gert þetta, þeas reynt að skilja heiminn út frá einfaldari hlutum sem það skilur. Ss reynt að skilja heim sem það skilur ekki með hlut eða fyrirbæri sem það skilur. Mannkyn hefur notað klukkuverk, gufuvél, og núna síðast tölvuna, til að reyna skilja heiminn betur. Þeas það sér hliðstæður, í þessari vélvirkni, lögmálsbundnu hegðun, og það notar þessar skiljanlegu einingar í huga sér, til að bera við Heiminn, og þannig öðlast takmarkaða innsýn inn í fyrirbæri sem er svo langt um flóknara. En þetta er aðferð sem virkar og góð sem slík, þó hún sé svo fjarri því að vera fullkomin. Við skiljum heiminn örlítið betur með svona trikkum.
Heimurinn er lögmálsbundinn, tölva er lögmálsbundin, og við sjáum samræmi á milli þessara fyrirbæra. Það er því ekki útilokað að heimurinn sé eitthvað sem okkar takmarkaði skilningur myndi flokka undir “tölvu”. En svo má spyrja hvort við getum nokkurntíma vitað svarið við þessu. Þeas ef heimurinn er “tölva” þá myndum við ómögulega getað vitað það, nema þá á óbeinan hátt, sem væri þá “forritaður til þess að gera það mögulegt”. Til að útskýra þetta, ímyndið þið ykkur þá að þið hefðuð súpertölvu súpertölva, og þið mynduð forrita í henni heim, í svipuðum dúr og þið skiljið þennan heim sem þið lifið í. Forrita litlar tölvuverur, lítil tölvublóm, tölvu skordýr, tölvu mig, tölvu þig, sem tölvu-hugsa og eru tölvu-meðvituð, kannski eins og við… Þá spyr ég hvernig þetta tölvu líf ætti að geta skynjað tölvu-takmörkun sína, þeas hvernig gætu þessar verur farið út fyrir þann ramma sem þær væru forritaðar í? Það væri etv hægt að ímynda sér að tengja myndavél við þessa súpersúpertölva sem sýndi sjálfa sig, og virkni sína, og forrita heiminn þannig að verurnar gætu nálgast innputið frá þessari vél. En við erum að tala um útúrsnúning af háu stigi.
Þannig að tölvu-heimur virðist vera mögulegur(?)
En eðli hans væri væntanlega langt um víðara en að vera “tölvulegt” eins og við þekkjum það.
Að tala um orð og mál, í þessu samhengi, þykir mér bara allt of klunnalegt. Kannski er það allt of high-level ef við notumst við líkingamál úr tölvuheimi, þar sem grunnurinn er auðvitað einhverskonar “assembly” (eða hvernig sem það er nú skrifað) kóði. Tungumálið er svo langt frá þessum kjarna að það er vonlaust að skilja nokkuð með því. Það myndi bara skapa gloppur og blinda bletti, og þal blekkja okkur um eðli heimsins. Sem það gerir nú þegar. ;)
Ég er án efa að gleyma rosalega miklu, en það er vonlaust að vinna texta í þessari græju hérna á netinu, og ég nenni ekki að standa í einhverjum tilfæringum. Svo þetta verður að duga.
Kv.
VeryMuch