VeryMuch:
Það sem skiptir mestu máli varðandi tæknina sem við höfum nú í dag eru smárarnir(e.transistors). Þeir eru byggðir á raffræði og virka í grundvallaratriðum á þann hátt að það er straumur á þeim sem er á milli 0 og 5V. Ef straumurinn er yfir eitthvað mark, nálægt 5V þá telst smárinn hafa gildið 1, ef straumurinn er innan marks nálægt 0 þá telst straumurinn vera 0. Þótt það væri fræðilega hægt að hafa mörg önnur gildi þar á milli, þá er þetta eina praktíska leiðin, og þar af leiðandi eru einungis 2 gildi í hverjum smára. Nú, þessi arkitektúr ásamt Von Neumann arkitektúrinn fyrir forritanlega tölvu leiðir af sér hvernig tölvur virka í dag og hvernig hægt er að forrita fyrir þær. Með þessari tækni er hægt að láta tölvu gera hvað sem er sem er fyrirsjáanlegt, svo lengi sem við getum forritað það. En stundum er leitarrúmið það stórt að engin leið er að höndla það sökum lögmál eðlisfræðinnar. Ef við tökum einungis skák sem dæmi. Með einum af þekktum aðferðum AI til að láta tölvu hugsa um allar hugsanlegar stöður, þá er um að ræða 10 í veldinu 150 stöður sem þýðir álika margar færslur í tölvunni með kannski nokkur bæti í hverja færslu. Þegar við síðan áttum okkur á því að fjöldi frumeinda í öllum himingeimnum (að mati eðlisfræðinga) er einungis 10 í veldinu 80, þá sjáum við fljótlega að þetta er ekki hægt. Og þarna erum við bara að tala um skák, sem er einangraður leikur sem hefur engar óvæntar uppákomur. Þegar komið er í hinn raunverulega heim þá verður leitarrúmið margfalt stærra, jafnvel óendanlegt. Þannig að einhvern veginn þarf að geta forritað eitthvað sem getur tekist á við nýja stöðu án þess að vita hvernig á að gera það, eins og menn gera á hverjum degi. Hvort uppsetning á CPU sé tvívíð, þrívíð, eða n-víð skiptir litlu máli þar sem allstaðar er um þessa sömu grundvallar arkitektúr að ræða sem í raun hamlar okkur frá því að forrita á þennann máta. Það eina sem hægt er að gera varðandi AI með núverandi tækni er að búa til eitthvað sem gæti hugsanlega ‘hermt’ eftir greind, en yrði í raun og veru ekki greind vera, sbr. Turing prófið…ef tölva getur platað þig þannig að þú haldir að þú sért að eiga samskipti við einstakling þá er það gerfigreind.
Út af þessum vandamálum eru allir svo spenntir yfir skammtatölvur því þær notfæra sér ‘uncertainty principle’ í skammtafræðinni, þ.e. við getum ekki vitað bæði hraða og stefnu eindar á sama tíma, því ef við skoðum hraðann þá höfum við áhrif á stefnu og vice versa. Ég er ekki nógu mikill eðlisfræðingur til að vita nákvæmlega hvernig þeir fá þetta til að virka, en þeim hefur tekist að búa til skammta-smára, og þá geta þeir (hugsanlega)byggt heila tölvu sem byggist á ‘fuzzy logic’. Hvaða áhrif þetta hefur á rannsóknum á AI verður spennandi að sjá.
Þegar ég segi að það sé ekki ‘hægt’ að forrita AI með núverandi tækni verður fólk að taka það með fyrirvara vegna þess að það eru sumir sem eru mjög harðir á því að það sé hægt, við eigum bara eftir að fatta hvernig. Hins vegar er það meirihlutinn sem segir nei. Alveg eins og það er meirihlutinn sem segir ‘við munum aldrei ferðast til fjarlægra stjarna.’ Líkurnar eru stjarnfræðilega háar að AI verði aldrei til með núverandi tækni. En allt getur gerst.
Þessi hugmynd sem þú hefur er hugmynd sem ég hef pælt í áður, og meikar líka alveg sens upp á það að í heilanum eru frumurnar tengdar í einskonar neti, þannig að ein fruma tekur við skilaboðum frá kannski 20 öðrum og sendir áfram á mismunandi staði miðað við frá hverjum koma skilaboðin (skilst mér) þannig að ef við gætum hermt eftir það þá gæti eitthvað áhugavert gerst. En við skiljum ekki enn heilann og komum ekki til með að gera það í bráð. Þetta hefur verið reynt og er enn verið að reyna, ef þú hefur heyrt um ‘neural nets’
Stóra vandamálið með samanburð á heilanum okkar og CPU er að heilinn okkar virðist ekki hafa eina stjórnstöð. Jú, við erum með miðstöð sem sér um mikilvæga hluti, en þegar einn hluti heilans tekur ákvörðun um eitthvað, hann sendir ekki boð í miðstöðina og segir ‘má ég gera þetta?’. Hann bara gerir það. Í rauninni er heilinn einn risastór parallel processor…hver ein og einasta heilfruma getur unnið á sama tíma og allar hinar. Tölvur með einn CPU geta bara gert eina skipun í einu. Þ.a að 1 Ghz CPU, sem getur gert 1 milljarð aðgerða á sekúndu, margfalt hraðar en við getum hugsað, er samt um 10.000 sinnum hægvirkari en heilinn okkar, því við erum með 10.000 milljarða heilafruma (eða svo segir ein heimild).