Tilviljanir í daglegu lífi eru svo merkilegar! Ég fór alltí einu að hugsa…

Einu sinni var matarboð hjá ömmu, ég var mjög lítil. Bróðir minn og fleiri voru í einhverjum leik sem maður þurfti að grúfa og telja, bróðir minn átti að gera það. Hann átti að telja upp á 20 og þegar hann var kominn upp í 15 kom jeppi sem klessti á vegginn og lenti inni í veggnum beint fyrir ofan hann og hann komst frá óskaddaður en ef hann hefði verið 5 sekúndum seinni þá hefði hann staðið upp og bíllinn klesst á hann. og þetta var bara tilviljun

T.d. þegar Einstein var bara sæði þá náði hann að frjóvgast og ekki eitthvað annað sæði sem hefði þá ekki verið svo klárt og þa hefði enginn átt playstation2 í dag. Og þá hefði t.d. ekki verið tl maður sem er að reyna að fá prest til að gefa saman sig og sína ps2 tölvu og hann hefði fundið sé annað til skemmtunar

Það er svo margt lítið sem getur gert stóra hluti! Kannski hefði World trade center staðið uppi núna ef að bin laden hefði farið 1 sek seinna út úr húsi einhvertímann og orðið fyrir bíl eða eitthvað.
Magnað!

Og svo er líka spurning eru örlögin ákveðin fyrirfram eða er allt bara ein tilviljun? Ef það fyrrnefnda sé rétt þá höfum við ekki frjálsan vilja.