sko…
Ég hef ort verið að spá í að allt, sérhvert smáatriði hafi áhrif á framtíð manns…bara mismikið.
dæmi: Ég myndi gleyma veskinu hjá vinkonu minni, og þyrft að snúa við á heimleiðinni til að ná í það, hefur áhrif…EF(orðið EF á mikinn þátt í þessari pælingu)ég hefði ekki þurft að sækja veskið hefði ég getað orðið fyrir bíl…
EF ég hefði farið þessa leið en ekki hina hefði ég kannski hitt einhvern sem gæti breytt minni framtíð.
EF ég hefði ekki farið í eitt partý hefði ég ekki kynnst sumu fólki og þá væri lífið kannski betra, en verra að öðru leyti.
EF ég hefði ekki sofið yfir mig, hefði ég náð strætó og ekki komið of seint í skólann og þar með ekki fengið fjarvist.
Svona pælingar geta samt gert útaf við mann…
Ef mér hefði seinkað um 10 sekúndur, hefði ég ekki orðið fyrir bíl og meiðst svo mikið að ég varð að hætta í íþróttum
sko…lífið er fullt af svona málum, allir koma einhvern tíman með…hvað EF…hvað EF ég hefði ekki farið til Spánar um verslunarmannahelgina hefði ég getað passað fulla vinkonu mína, til að hún færi sér að voða, eða farið mér sjálf að voða…
Þetta er komið útí vitleysu, svo ég ætla að hætta, en þið skiljið alveg hvað ég á við