Jæjajá. Ég veit nú ekki alveg hvort þetta á heima á Heimspeki-áhugamálinu, en ég bara hef ekki hugmynd um hvar annarsstaðar ég á að hafa þessar pælingar mínar.

Einn…

…tveir…

…og…

…NÚ!

Ég vil byrja á því að segja að ég trúi á Guð. Ég fermdist fyrir trúna en ekki gjafirnar og skammast mín ekkert fyrir það. En sumt er vafamál… er t.d. allt réttlætanlegt sem stendur í Biblíunni? Einsog það að grýta samkynhneigða og ljúga ekki… hver lýgur tilaðmynda ekki fyrir ekkjuna með stolna brauðið (Ég gef mér að þið hafið öll heyrt þá sögu)?

Ég hef nokkrum sinnum gengið í gegnum ýmisskonar \“tímabil\” á minni tiltölulega stuttu ævi, sem einkennast af hugsunum. Endalausum hugsunum. Hugsunum um lífið eftir dauðann (ef eitthvað er) og hugsunum um tilfinningar, hugsunum um hvað ég myndi gera við ýmiskonar aðstæður (þið þekkið þetta öll, myndi ég bjarga bróður mínum eða mömmu minni fyrst ef húsið væri að brenna… o.s.frv.) og hugsunum um hvort ég hefði virkilega aldrei orðið til ef foreldrar mínir hefðu aldrei hittst. Erum við kannski öll hugsunarlausar sálir flögrandi um himinhvolfið uns agnarlítið fóstur finnur til með okkur og hleypir okkur inní sig? (Tek það fram að þessi setning var skrifuð í augnabliksbrjálæði.)

Nákvæmlega á þessari stundu sit ég við tölvuna og pikka á lyklaborðið með Metallica í eyrunum og berar tærnar á dökkbrúnu og ísköldu parketinu í herberginu mínu. Og ég hugsa. Ég hugsa sjálfstætt og ég ein get fundið fyrir því ef ég fæ hjartaáfall einmitt á þessu augnabliki. Og ég hugsa: Ef frumurnar tvær sem upphaflega var ætlað að verða að mér hefðu aldrei mætt hvor annarri, hefði ég þá samt getað orðið ÉG, í einhverjum öðrum líkama? Eða er hluti af sálinni (áhugamálum, greind, félagsþroska) fastur í frumunum? Er þetta kannski alltsaman áunnið?

Og svo er það þessi sál, sem ég var að enda við að minnast á: tilfinningin fyrir réttu og röngu, tónlistin sem þú \“fílar\”, hversu miklu máli vináttan skiptir þig, skoðanir þínar og fullt af flóknum hlutum sem ég hef ekki orðaforð tilað nefna, getur verið að þetta þroskist alltsaman í gegnum lífið? Hlýtur það ekki í rauninni að vera? EF barn er skilið eftir útí skógi í tíu ár, er ansi tæpt áætlað að halda að það læri muninn á réttu og röngu. En sjálfsbjargarviðleitnin verðu líklegast í góðu lagi, spurning um vandamál í hópvinnu í skólanum í framtíðinni (eh?)? Og svo er ekki einusinni til eitthvað RÉTT og RANGT. T.d. sagan um ekkjuna með brauðið (enn geri ég ráð fyrir því að þið hafið heyrt hana).

Svo þetta er víst alltsaman eintóm steypa sem ollið hefur uppúr mér síðustu mínúturnar. Jæja, þegi ég. Ætli maður sendi þetta ekki bara á korkinn? Æ, nei, ég geri allavega tilraun. Spurning hvort þú, minn kæri admin, setjir þetta ekki bara á korkinn fyrir mig? Annars, nei, það er svo leiðinlegt að lesa af korknum… litlir stafir… vá, munnræpa!

Ég er þögnuð.