Ég veit að þetta er einum of því það var að koma grein um Tilgang lífsins en þetta eru bara hugsarnir sem ásækja mig oft, ég er nú svolítið ungur fyrir þetta en þetta er einhvað sem allir munu hugsa um fyrr eða síðar.

Ég hef oft velt fyrir mér tilgangi lífsins og ég kemst alltaf að þessarrri niðurstöðu, að vera frægur virtur og ríkur. Ég alltaf að heyra að maður eigi að vera hamingjusamur og giftast og eignast börn o.s.f. En ef það er engin hamingja þetta er ekki góður heimur sem við lifum (hreinskilnislega) það er alltaf sagt að það allt sé gott og maður þarf aldrei að hafa áhyggjur þegar maður er barn, þaðer gert til að vernda mann. En sannleikurinn er öðruvísi við lifum í úturspilltum heimi, við eiðum honum og megnum hann, það ríkir spilling allstaðar, það er fátækt allstaðar og hungursneyð, það eru stríð, hafin útaf hégóma mannana (t.d. Íraksstríðin), það eru gerð eiturlyf sem eyðileggja líf þúsundir manna útum allann heim og ég gæti talið upp margt margt fleira.
Það eru margir sem trúa að ríkidæmi sé eina leiðin að hamingju en það er ekki auðvelt að vera ríkur og margir leggjast á glæpabrautina undir því yfirskini “leiðin til hamingjunnar” en enda svo með því að verða lokaður inn til æviloka. En svo eru líka til menn sem eru ríkir og frægir en virðast bara ekki njóta þess, menn sem njóta virðingar undirgefni en enda samt á því að eyðileggja líf sín það eru svoleiðis menn sem fá mann til að efast, en aftur á móti eru líka menn sem njóta sín fátkir eða ríkir, þeir sem trúa á hamingju og frið og það sé til einhvað gott. Ég er ekki viss hvort ég trúi ég er alinn upp kristinn í góðri fjölskyldu, samt hef ég efasemdir um allt líf eftir dauðann, Guð eða Jesús. Einu sinni sagði vitur og góður maður mér að enginn væri raunverulegur ef enginn efaðist.


Ég vil ekki hræða einhvern, þetta eru bara hugrenningar og enginn veit svarið við þessari umdeildu spurnigu en mig langaði bara að létta á mér og geta farið að hugsa um einhvað annað.