Jeremy Bentham var mikill lögspekingur. Hann spurði: “Hvað
eru lög?” og komst að því að lög væru þá aðeins réttnefnd að
þau fælust í: a) skipun yfirvalds og b) viðurlögum við óhlýðni.

Af þessu má leiða, að vísu með rökum sem hér skal sleppt,
að Bentham hafi fyrst og fremst verið umhugað um að lög
hefðu raunveruleg áhrif á breytni fólks. Breytninni átti svo að
stýra í átt til hamingju á þeim sviðum þar sem fólk væri ófært
um að afla sér hennar sjálft (eða ætti a.m.k. erfitt með það).

Lög eru höft, sem eru vond í sjálfu sér (skv. Bentham) og því
þurfa þau að valda töluverði hamingju til að réttlæta tilvist sína.

Þá er það pælingin.

Hafa lög í dag einhvern yfirlýstan (eða skýran) tilgang?

Það er ljóst að það er til fólk sem hefur þann tilgang að búa til
lög, framfylgja lögum og dæma eftir lögum. En lögin sjálf,
hvaða tilgang hafa þau?

þennan tilgang mætti t.d. nota til að réttlæta lögin þar sem
okkur líkar illa við þau.

Þennan tilgang mætti nota til að réttlæta breytingu á lögum
sem vantar hann.

Hver er hann eiginlega?

Svar við þessari spurningu gæti þjónað sem lykill að gátum
réttarheimspekinnar. Sem reynir að útskýra hvert sé hið
bindandi afl laganna.

Bentham benti á að lögin binda þig með refsingum (eða
umbunum), og hafði svo ögn háleitara markmið um
hamingju. En síðan þá hafa menn átt í erfiðleikum með að
réttlæta tilvist laganna.