Ekkert sem þú (Kaiser) segir hrekur orð Kontra. (Reyndar væri almennt betra að ræða þetta á rökrænana hátt ef minna væri um orðalag á borð við “mér finnst” og “ég trúi ekki á…”. Við getum ekki deilt um tilfinningar.) Við skulum nota dæmið þitt um bíóferðina. Ef þú tókst ákvörðun um að fara í 11-bíó í staðinn fyrir 9-bíó hefði líf þitt orðið allt öðru vísi. En tilfellið er að á bak við ákvörðunina um breytinguna bjó ástæða. Og þessa ástæðu mátti sjá fyrir með nægri ígrundun. Segjum að hún hafi verið að þú hafi verið að hlusta á eitthvað í útvarpinu sem þú vildir endilega heyra til enda og þessi vegna frestaðirðu bíóferðinni um 2 tíma. Þannig var ákvörðun þín háð atburð eða aðstæðum sem lágu fyrir og vegna þess að þú ert þannig gaur að þú varst hrifinn af útvarpsþættinum var gefið fyrirfram að þú myndir ákveða að fresta ferðinni. Og það er sama hver ástæðan hefði verið. Þótt það hefði verið eitthvað sem virkar tilviljanakennt… segjum að þú hafir brennt þig og þurft að eyða tíma í að búa um sárið. Það gæti líka verið fyrirfram ákveðið vegna þess að þú værir þannig gaur sem vill hita kakó á kvöldin og hættir til að sulla niður og vegna þess að þú varst önnum kafinn og í tímaþröng og nokkuð klaufskur, benti allt til þess að þú myndir í fátinu hella heitri mjólk yfir höndina á þér. Það tafði þig og þú frestaðir bíóferðinni. Ekkert annað gat gerst! Tilfellið er að þar sem allt hefur sína ástæðu, er í rauninni hægt að sjá allt fyrir ef maður telur til öll smáatriði sem geta haft áhrif. Auðvitað getum við sjaldnast fundið öll þessi atriði eða komið auga á hvaða atriði munu hafa áhrif og þess vegna tölum við um “tilviljanir”. Tilviljanir eru í raun og veru ekki til en eru nauðsynlegar í daglegu tali vegna þess að aldrei verða allir áhrifaþættir sjáanlegir. Þegar við köstum teningi er einhver eðlisfræði, loftmótstaða, krafturinn sem við setjum í kastið og áttin sem við köstum í og e.t.v. fleira ástæðan fyrir þeirri tölu sem kemur upp. Ef við myndum mæla þetta allt, kraftinn, áttina og loftmótstöðu, gætum við vitað hvaða tala kæmi upp. En vegna þess að við höfum ekki þessar upplýsingar þegar við köstum teningnum segjum við að “tilviljun ráði”. Þótt við höfum sjaldnast nauðsynlegar upplýsingar til að segja til um það sem verður eru “forlögin” samt ráðin því ástæðurnar fyrir niðurstöðunni eru til og ástæðurnar fyrir ástæðunum líka. Þær hætta ekki að vera til þótt við vitum ekki nákvæmlega hverjar þær eru. Forlögin eru staðreynd en vegna þess að við getum sjaldnast reiknað þau út , heldur lífið alltaf áfram að koma á óvart, heldur áfram að vera áhugavert. Sem betur fer.