Dorgarinn:
Sko, ástæða þess að það er ekki byggð ofurhraðlest yfir Atlantshaf er í raun einföld. Skortur á vilja, auðlinum, þekkingu (eflaust líka).
Pengingar eru í raun staðfesting á því að viðkomandi banki sem gefur út peninginn, skuldar þér samsvarandi verðmæti, þal verður pappírssnepillinn verðmætur.
Segjum sem svo að þú yrkir nátturu auðlind, eins og td ræktar land og uppskerð td hveiti. Þá vitlu etv eiga eitthvað annað en hveiti. Ekkert gaman að vera “ríkur” ef það er allt í hveiti, er það nokkuð.
Þannig var upphaflega farið á markað og skipt við næsta bónda sem stundaði td kvikfjárrækt, og þú komst heim af markaðinum með nokkrar rollur, sem þú slátraðir og borðaðir á sunnudögum. Nú gastu íþm brosað á sunnudögum.
En þetta kerfi þróaðist út í það að þú fórst til “stórs” aðila sem var í raun upphaflega bara svakalega ríkur náungi, og gerðir samning við hann, um að skaffa honum eða fyrirtæki hans massa mikið af hveiti. Þið hagnist báðir. Hann skaffar þér hvað sem er fyrir hveitið sem þú lætur hann hafa.
Nú er þessi “ofsa svaka ríki kall” stofnun eða fyrirtæki sem við köllum BANKA. Þar sem allir enduðu á því að gera viðskipti við þennan ríka aðila þe bankann, gefur hann núna einfaldlega viðurkenningu á því að hann skuldi þér pening sem samsvarar því sem stendur á pappírssneplinum. Þeas hann segir “Ég bankinn ábyrgist verðmætið sem á þessum pappírssnepli stendur, og hver sá sem hefur hann undir höndum mun ég gefa þessi verðmæti.”
Þar sem að allir viðurkenna og vita að pappírinn hefur þetta verðgildi, þar sem bankinn hefur sýnt að honum er treystandi og að hann er nægilega öflugug til að standa á bakvið loforð sín, þá getur þú stundað viðskipti við venjulegt fólk með þessum peningum. Í stað kinda og hveitis, er ss búið að selja þessi hráefni og þeim skuldaviðurkenning bankans fengin í staðin, þar sem það er þægilegra að geyma slík verðmæti.
En í grunninn er aðeins um hráefni að ræða. Því er ekki bara hægt að prenta endalaust af peningum þar sem bankinn þarf að geta borgað það sem hann lofar, og hann getur ekki borgað endalaust. Þá falla pengingarnir í verðmæti, þar sem bankinn getur ekki staðið við verðgildið. Í daglegu tali er slíkt kallað verðbólga.
Ss við erum bara að nota peninga þar sem þeir eru þægilegri, og skapa hraðari viðskipti og örva viðskipti, en erum þó alltaf háð auðlindunum, svo sem olíu, fiski, kjöti, vatni, tíma, þekkingu, málmi, osfrv.
Ég vona að þetta skýri málin eitthvað, án þess að vera of flókið. ;)
Kv.
VeryMuch