Ég er ekki alveg viss hvort þessar hvunndagslegu pælingar mínar eiga frekar heima einhverstaðar annarsstaðar en hér þar sem ég mun fara frekar inn á félagsfræðileg mið en endilega heimsspekileg þótt mér sé illa við að skilgreina sjálfan mig en ég held að þeir sem stundi heimsspekiáhugamálið kunni kannski öðrum fremur að meta slíkar vangaveltur eins og hér munu eftir fylgja.
Ég hef dáldið verið að pæla í frjálsum vilja einstaklingsvitund upp á síkastið. Ég skrifaði grein ekki fyrir margtlöngu sem snerti lítillega á þessum pælingum og langar mig aðeins að kafa pínu dýpra í þau mál.
Hvað er frjáls vilji?
Er það að labba inn í verslun og geta keypt hvað sem manni langar í? Er það að labba inn í kjörklefa og geta valið fólk til að stjórna því ríki sem þú býrð í? Er það að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir um líf þitt og þá stefnu sem það tekur? Þegar þú segir “ég ætla að verða læknir, ekki hagfræðingur!”, er það frjáls vilji?
Ég held að þetta hugtak hafi aldrei verið skilgreint opinberlega, aðeins túlkað mismunandi af mismunandi fólki og ég held að flestir hafi sína eigin skilgreiningu sem tekur mið að því hvernig sú prsóna telur sig vera innrætta eða eftir einhverri ákveðinni “lífsýn” ef að svo má að orði komast.
Síðan er auðvitað efahyggjufólk eins og allsstaðar annarstaðar. Ég hef löngum verið hallur undir efahyggjuna og er hér engin breiting á, ég er nefnilega farinn að halda að það sé ekki til neinn frjáls vilji, allavegana ekki samkvæmt minni persónulegu skilgreiningu.
Þetta er kannski ágætur staður til að skilgreina sjálfstæðan vilja út frá því hvernig ég sé hann.
Í mínum huga er frjáls vilji það að einstaklingurinn hafi mátt til þess að taka ákvarðanir út frá persónulegum gildum byggðum á eðli okkar eða raunpersónu.
Núna vitið þið mjög líklega ekkert hvað ég er að tala um, og er það mjög skiljanlegt þar sem að þessi útskýring er kannski ekki sú skýrasta, ég skla greina að ýtra þetta aðeins (er ýtra annars leifilegt orð? það er allavegana massa kúl).
Þar sem að ég er efahyggjumaður að eðlisfari þá trúi ég ekki á að maðurinn í þeirri samfélagslegu mynd sem er raunveruleiki dagsins í dag geti tekið nokkuð sem heita fullkomlega sjálfstæðar ákvarðanir um nokkurn hlut og út af því trúi ég ekki á neitt sjálfstætt egó óháð utanaðkomandi áreiti.
Allt sem ég er, það er það sem ég hef fengið frá samfélaginu í kringum mig, það er ekkert, eða afar fátt, í minni persónu sem ég fæddist með. Auðvitað erum við öll misstillt. Efnaskipti stjórna að mörgu leiti hvernig okkur líður og hvað er í gangi í hausnum á okkur en það er samfélagið sem segir okkur undir hvaða kringumstæðum heilinn í okkur á að bregðast við. Ég túlka svona efnskipti sem nokkurskonar volume takka sem breitir í raun litlu hvaða áreiti við þolum heldur stjórnar í raun bara hvernig við bregðumst við, maður getur hækkað og lækkað í útvarpinu eftir því sem okkur hentar en það spilar samt áfram sama lag.
Þegar þú veist að uppáhaldsliturinn þinn er lillablár, heldurðu þá í raun að þú hafir tekið þessa ákvörðun sjálf(ur)? Vissulega er lillablár uppáhaldsliturinn ÞINN en mín trú er að allt það áreiti sem þú hefur fengið í gegnum tíðina frá ótal mismunandi áttum hafi stuðlað af þessari ákvörðun þinni að líka við lillabláan. þú erfir ekki smekk, eða skoðanir eða lífsmynd, þú myndar þér lífsmynd í gegnum ótal fyrirmyndir sem þegar eru til staðar í samfélaginu, það finnur aldrei neinn upp hjólið aftur, allt er aðeins endurunnið og endurbætt, sama hvort sem það er tónlistarsköpun eða pælingar um frjálsan vilja.
“Ég” sem hugtakið einstaklingsvitund og “frjálst val” er ekki til. Við erum aðeins speglar sem endurspeglum öllu því sem gerist í kringum okkur, útrúlega fullkomnir páfagaukar sem kunnum að herma eftir þúsund mismunandi upplýsingapörtum sem við setjum svo í samhengi sem myndar þessa persónu sem við erum.
Út af þessu eru engir tveir einstaklingar alveg eins í hugsun og gerðum. Þótt að við séum að fá gróflega sömu upplýsingarnar þá fáum við þær sjaldnast á sama tíma eða í sama samhengi og þar af leiðandi setjum við þær í aðra röð sem skapar mismunadi gildismat og persónuleika. Við erum púsluspil sem hægt er að setja saman á ótal mismunandi vegu þótt að margir séu að nota nákvæmlega sömu kubbana, og aldrei kemur eins mynd.
En þessi gífulega fjölbreitni breitir því ekki að langfæstar ákvarðanir okkar eru tengdar einhverjum frumerfðafræðilegum þáttum og koma því fæstar “mannlegu eðli” nokkuð við. Ég trúi því samt vissulega að sammannlegt eðli sé til, hinsvegar hefur samfélagið brenglað notkun okkar á þessu eðli og virkar samfélagið í raun eins og filter fyrir allt mannlegt eðli og stjórnar því fullkomlega hvernig við túlkum þessar eðlishvatir. Þegar við erum svöng segir samfélagið okkur hvað við eigum að borða, hvenær og hvar. Þegar við erum gröð segir samfélagið okkur undir hvaða aðstæðum við meigum fá útrás fyrir því o.s.fv.
Við erum samfélagið, sérstaklega í jafn yfirdrifið flóknu og stóru og hinu vestræna samfélagi. Það er enginn vilji til sem ekki er speglaður frá samfélaginu fyrst og þessvegna erum við í raun að herma eftir öllu í kringum okkur í hvert skipti sem við tökum nokkra ákvörðun.
Þannig að lokaniðurstaða er sú að frjáls vilji er ekki til samkvæmt minni persónulegu skilgreiningu, nema þá kannski aflið að efast, eins og ég er að gera núna, efinn er okkar máttugasta vopn sem mannverur í nútímasamfélagi og er það kannski einna helst efinn sem gerir okkur að persónum. en ykkur er velkomið að rökræða þessa punkta og efast ég ekki um að ég hafi gleimt einhverju eða farið með einhverjar fleypur, en þá kemur það bara í ljós.
PS: Engin ábyrgð er tekin á stafsetningu og málfari!