Heilinn í manninum er svo flókinn að eigandi þess mun aldrei ná að skilja hann algjörlega vegna óendanlegrar getu heilans. Þannig hlýtur það líka að vera með rannsóknir á mannlegt eðli, þær rannsóknir munu aldrei stoppa svo lengi sem maðurinn lifir. Samt sem áður telur fólk sig geta sagt hvað mannlegt eðli er, hvað felst í því að vera manneskja, hugsa mannlegar hugsanir, gera mannlegar gjörðir.Er það ekki rökrétt að halda því fram að ef það væri til eitthvað sem samræmist við hugtakið “mannlegt eðli”, að þá værum við líkari hvort öðru í hugsun og gjörðum? Því augljóslega þá þyrfti “mannlegt eðli” að vera nógu einfalt til að flestir gætu flokkast undir þessa skilgreiningu. Þetta þyrfti líka að vera nógu vítt hugtak til að sjá fyrir allt það ófyrirsjáanlega sem maðurinn gerir og markar línuna milli þess sem er eðlilegt og það sem er það ekki.
Þar kemur til skjalanna allt það sem getur verið skilgreint sem óeðlileg hegðun. En hvernig er hægt að segja hvað sé óeðlilegt þegar maðurinn veit ekki ennþá hvað er eðlilegt (og mun örugglega aldrei finna það út)? Það eina eðlilega sem við þekkjum er það sem okkur er sagt, og það er öllum kunnugt um breytileikann sem þetta hefur í för með sér. Lítum aðeins á mannkynssöguna.
Fyrir einum til tveimur öldum þótti þrælahald eðlilegt.
Um síðustu aldamót var það eðlilegt að aðeins karlmenn með eignir hefðu kosningarétt.
Og við erum ennþá að basla við jafnrétti í nútímanum.
Ég er hér augljóslega að tala hér um siðfræði, en siðfræði er náttúrulega bein afleiðing mannlegs eðlis eða réttara sagt, einu formi mannlegs eðlis, hugsun. Kannski fær bara partur af þessu eðli mannsins að skína í einhverju ákveðnu. Mannlegt eðli hlýtur þá útfrá þessu að vera mjög vítt hugtak, ekki hægt að neita því.
En engin manneskja er eins, enginn hugsar eins, gerir neitt eins eða hefur sama bakgrunn sem myndi skýra hvern lífshátt fyrir sig. Hugtakið “mannlegt eðli” er stöðugt á hreyfingu. Það er ekki rétt að halda því fram að við lútum einskonar lögmáli þegar kemur að okkur sem persónu, það einfaldlega gerir lítið úr okkar gáfum, og ég er ekki að reyna að vera montinn yfir getu okkar, heldur raunsær.
Niðurstaðan sem ég fæ útúr þessu er að það er ekkert mannlegt eðli, sökum þess að það er ekki búið að skilgreina það almennilega. Does it make sense?