Lífið gat ekki orðið til allt í einu, en við vitum fyrir víst að það hefur ekki alltaf verið til. Lífið varð til með þróun. Og ef tíminn stæði í stað væri engin þróun. Svo að í grófum dráttum er tíminn ástæðan fyrir lífinu.
Ef þú ert sammála þessu þá hlýturu að vera sammála því að dauðinn stoppi tímann.
Hvað verður þá um okkur þegar tíminn stoppar? Hvernig getum við bara horfið, bara frosið. Við allavega dettum út úr tímanum.
Þessi tilfinning kemur yfir mig svo oft. Ég sit kannski uppi í hlíðinni og horfi á bæinn og mér finnst ég ekki vera til lengur. Mér finnst ég sitja fyrir utan heiminn og horfa inn og það sem ég sé er ekki fortíðin, ekki nútíðin og ekki framtíðin heldur allar þessar tíðir í einu. Það er enginn tími til lengur.
Svo að þegar þessi tilfinning kemur yfir mig, er ég þá dáin? Af hverju er ég þá ennþá lifandi, því ef ég væri það ekki þá væri ég ekki að skrifa þessa grein.
Ég held því að hver sú persóna sem getur stoppað tímann getur dáið hvenær sem hún vill og lifnað við aftur. Nema…
Það er ómögulegt. Við getum öll verið sammála því að lífinu fylgir tími. En hvernig getur dauðinn stoppað tímann þegar ég geri það svo auðveldlega í réttu hugarástandi? Og þar sem ég er ekkert merkilegri en annað fólk þá ætti hver sem er að geta lifað að eilífu ef allir gætu þetta.
Þess vegna getur dauðinn ekki verið andstæðan við lífið. Er þá ekki mögulegt að það sé líf eftir dauðann?
Fólk er fífl