Ég ætla að byrja þessa grein á að segja ykkur að ég er trúleysingi.

Nú þegar það er úr vegi, vil ég meina að Búddatrú er það trúarbragð (af þeim sem ég þekki) sem höfðar hvað mest til mín, þá á ég sérstaklega við Zen-Búddisma, Búddatrúinn höfðar til samvisku þinnar og manngæsku og lætur þig draga ályktanir í stað þess sem kristnir menn predika um að svörinn við öllu sé að finna í einu eða öðru formi í biblíunni.
Ég las bók sem heitir “The Tibetan book of living and dying” sem er einskonar leiðbeiningar um hvernig er best að deyja. Þar segir m.a.

Ef þú ætlar að deyja sáttur, verðirðu að lifa sáttur. M.ö.o. ef þú hugsar til þess daglega að þú munir deyja og hvort þú værir sáttur við að deyja á þessari stundu. Er eitthvað sem mig hefur alltaf langað að gera sem ég gæti kannski gert í dag? Deyj ég sáttari ef ég kaupi mér nýjan bíl? o.s.f.v.

Í samfélagi þar sem dauðinn er beittur sem hræðsluáróður er hugsað sem minnst um hann, þ.a.l. hugsum við ekki um hann fyrr en á síðustu stundu, en þá er það oftast of seint. Það vill oft gleymast að það að deyja er jafn stór hluti af lífi okkar og að fæðast. Ef einhver ykkar hefur verið við jarðaför þar sem verið er að jarðsetja náinn ættingja, hafið þið eflaust tekið eftir því hvað sumir vilja fara að hittast oftar, hvað er mikið af kossum og faðmlögum, ég held að þetta séu viðbrögð sumra þegar það er minnt á dauðann.

Og að lokum smá speki sem er þægilegt að hafa bak við eyrað…

3 reglur hamingjunar.

1. Vinna vinnunar vegna. Íslendingar eyða u.þ.b. 80% af ævinni í vinnuni, fáðu þér vinnu sem þér finnst skemmtileg.
2. Dansa eins og þú sért einn á gólfinu. Hættu að hugsa um hvað öðrum finnst um þig.
3. Elskaðu eins og þú hafir aldrei verið særð/ur. Ef þú hittir loks þann eina rétta máttu ekki sliga jafnvel eyðileggja sambandið með bitrum reynslum. Áhættan er þess virði.

Ikeaboy69
“What is hell, if you cannot dream of heaven?” -Sandman