Manngerðir.



Manngerðir eru skrýtið fyrirbæri sem ég hannaði , öllum sem ég hef nennt að útskýra þetta fyrir kalla mig vitleyising en ég ætla samt að halda áfram að bulla um þetta.

Oft þegar maður sér einhvern þá hugsar maður hmmm eitthvað hef ég nú séð áður líkt þessum í einhverjum öðrum manni . Kannski er manni ekki mjög líkur en hefur svona svipaðan karakter í sér . Þetta kalla ég það að vera sama manngerð. Sem sagt að vera með sömu tegund af sál . Svona eins og Toyota sálin . En með hverju mannslífi fylgir líkami , sál og hugur. Setjum svo að einhver fái Toyota sálinna , en þegar hann fæðist þá fær hann hug , og hann breytir henni , mótar hana . Allt sem hann sér og hugsar um breytir henni . Og svo breitir hugurinn líkamanum , ekki beint samt , en eins og við sjáum að snillingar líta yfirleitt virðulegar út . Eins Beethoven , Bach og þessir snillingar líta gáfulega út . Það sést á Beethoven að hann sé ekki bara einhver venjulegur maður. Hann er venjulegur maður sem er orðinn af snillingi (þið kannist við þetta). En hann gæti kannski verið sama manngerð og ég .

Eins og oft þegar ég labba í kringum mikið sé ég stundum einhvern og hugsa , þessi maður er sama manngerð og systir mín. Og svo sé ég einhvern annann og hugsa , ég hef nú oft séð þessa manngerð áður.



En allavega setjið einhvað út á þetta