Til Fridfinns
Hvað varðar Móselögin þá eru þau úrelt en öðru máli gegnir um fagnaðarboðsskap Jesú Krists, hann er óháður tíma og tækni. Fagnaðarboðsskapur Jesú Krists ónýtti Móselögin og setti fram ,,the ultimate siðaboðsskap´´. Móselögin voru aðeins lögmál síns tíma og tímabundin milligönguleið fyrir þá þrjósku Ísraelsmenn sem voru uppi þá (sjá Mattheus 19.kapítúla, 7.-8.vers – þetta segir til um eðli Móselaganna).
Biblían er ekkert úrelt þó að tíðarandinn þá hafi ekki haft bíla, tölvur og kjarnorkuvopn. Það eru menn sem lifa á tíðaranda biblíunnar og þar sem menn eru ekki úreltir; þá er biblían ekki úrelt. Tæknin á tíma biblíunnar sýnir mannlega tækni á einfaldan hátt þó að beinlínis sé ekkert hægt að láta þetta smellpassa saman. T.d eru hestar samsvarandi fyrir bíla (bílar þess tíma) og rómverska heimsveldið er samsvarandi fyrir bandarísku hnattvæðinguna sem ríkir í dag og í svoleiðis skilningi.
Þegar Guð talar þá kemur það mest fram í spámannaritunum og þegar Hann talar; þá talar Hann um það sem Honum brennur í brjósti. Guð er ólíkur mönnum, Hann vill ekkert vera að auglýsa það hversu gáfaður Hann er með því að tala um allt milli himins og jarðar í einhvers konar alfræðiorðabók. Þegar Guð talar þá hugsar Hann frekar um að leiðbeina mönnum til rétts vegar og gefa þeim von um framtíðina, í stað þess að Hann vilji eitthvað vera að auglýsa sína hagi.
Lítum rökrétt á þetta:
,,Hvaða gagn gera upplýsingar um ALLT varðandi himnaríki; þegar við búum hér á jörðu? Fyrst ættum við að meika það hérna samkvæmt vilja Guðs svo að við getum fengið vitneskjuna um himnaríki þegar þangað er komið í eftirlífinu ´´
,,Fyrst menn kunna ekkert að nýta sér litlar upplýsingar eingöngu til góðs; þá er það ekki að undra að Guð hafi ekki viljað gefa okkur stórar upplýsingar á silfurfati (,,Er ekki nasistaríki Hitlers gott dæmi um það hvernig menn geta notfært sér tæknina til dýrslegra nota´´).
Hvað varðar þekkingu okkar á Guði þá er hægt að lesa milli línanna í biblíunni um það hversu Guð er jákvæðnin sjálf og fullkomnleikinn. T.d vill Guð að fólk lifi góðu lífi í jafnvægi við umhverfið, miskunnsemi Hans óskiljanleg og röklaus með öllu (=sönn miskunnsemi), Hann opinberaði speki Jesú Krists til smælingja en ekki hyggindamönnum (=upphefur hina auðmjúku), Hann vill einlæga hjartfólgna dýrkun sér til handa en ekki einhverja hræsnisfulla ,,ytri- dýrkun´´, og margt margt fleira sem þið getið komist að ef þið lesið biblíuna frá upphafi til enda. Við fáum að þekkja hug Guðs og það hversu kærleikur Hans er óendanlegur.
Hvað varðar eðlisfræðilega skýringu á Guði þá er það rangt að fólk lítí á Guð sem einhvern eðlisfræðilegan hlut (t.d reynt að kryfja byggingu Guðs líkt og krufið er mannlíkaman). Líkt og það er rangt af læknavísindunum að stimpla fólk sem einhverja lífræna varahluti þá er það rangt af mönnum að stimpla Guð sem einhvern eðlisfræðilegan hlut.
Við vitum að Guð er skapari himins og jarðar, getur megnað allt með kraftaverkum og er eilífur. Þar afleiðandi má líta einfaldlega svo á málið að Guð sé almáttug vera sem getur búið til eðlisfræðilögmál og sveigt þau eftir sínu geði, allar frumeindir eru skapaðar af Honum og þess vegna er tilheyrir allt valdsviði Guðs. Annars tel ég PERSÓNULEGA að það sé ekki hægt að kryfja byggingu Guð til mergjar vegna þess að Guð flokkast ekki undir eðlisfræðilögmál þessa heims svo skrítið sem það virðist vera (þó Guð skapi eðlisfræðilögmál handa okkur mönnunum þá segir það ekkert til um það hvort Hann sé undir það settur) og tel ég að Guð sé einstök ómælanleg vera.
Hvað varðar kraftaverk Guðs þá TEL ég að Hann muni ekki gera sjáanleg ,,stórvægileg´´ kraftaverk á þessum tíma sjónvarps og gervihnatta (þó myndi Guð líklega slá út öllum útsendingum tímabundið ef Hann myndi gera stór kraftaverk). Ef Guð færi að splitta sjó í tvennt í dag svo að allir sæju; þá myndu allir vita sannleikan um tilvist Guðs og því myndi kristin trú breystast úr trú í almennar staðreyndir (Fólk hefur val á því að trúa eða ekki trúa). Við mannfólkið verðum að trúa fyrst áður en kraftaverkin gerast - ekki öfugt. Það gerast mörg ,,lítil´´ kraftaverk í heiminum sem menn eru ekki meðvitandi um og snýst þetta allt saman um það að hafa augun hjá sér þegar ,,heppnin´´ setur mark sitt á líf fólks.
Eftir syndafall mannsins þá er það rökrétt af Guði að hylja sig heiminum vegna þeirrar einföldu ástæðu að það myndi trufla framgang mannlegrar breytni hér á jörðu og valda því að flestir mundu hlýða og tilbiðja Hann í hvelli hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Prófið lýsir sér svo hvernig mannleg breytni er í sannri mynd ef Guð almáttugur er ekki sjáanlegur á svæðinu (T.d kannað hvort börnin haldi svallsöm partí eða haldi öllu í heiðri meðan foreldrarnir eru í burtu). Hugsið ykkur þetta þannig að þeir menn sem gera góða hluti vegna þess að þeir óttast að hljóta refsingu við iðkun slæmra hluta; eru ekki góðir því þeir mundu grípa tækifæri til illra verka ef þeir gætu komist upp með það. En þeir sem gera góða hluti vegna þess að þeir hata iðkun slæmra; eru góðir vegna þess að þeir mundu ekki grípa tækifæri til illverka þótt þeir kæmust upp með það.
P.S
Hvað áttu við með því að Guð sé að biðja fólk um að gera ,,undarlega´´ hluti? Komdu með dæmi.