Við höfum yfir að búa heila með mikla vitsmuni og svo til óendanlega getu. Það hefur í för með sér afskaplega góða kosti, ef fólk notar hann samviskusamlega, en ég ætla ekki að tala um þetta þannig, heldur kannski frekar þær erjur sem heilinn lætur okkur há innra með okkur.
Við sem manneskjur höfum alltaf þurft að fá svör við öllu, hvernig er best að gera hitt og þetta, endalaust stress og fullkomnunarárátta. Og það sem við finnum ekki svör við, truflar okkur í daglegu lífi þar til svarið er fundið. Þaðan kemur sú frumstæða þörf heilans að trúa á eitthvað æðra afl. Maður hugsar með sér að allt það óútskýranlega var fundið upp af æðri veru en við og við setjum okkur það markmið að vera nógu hæf til að hljóta sömu vitneskju og þessi æðri vera.
Er ég sá eini sem lít á þetta þessum augum? Því ef svo er þá lítur þetta kannski svolítið út eins og þvæla hjá svartsýnni manneskju.
En allar þessar vangaveltur og pælingar eru bráðnauðsynlegar því öðruvísi finnur maður ekki svör við spurningum. Þær eru nauðsynlegar því þær aðskilja manneskjurnar, án þessara mismunandi sjónarhorna sem fólk hefur á hlutum, er lífið leiðinlegt. En þessar pælingar kosta sitt, því ef við sökkvum of djúpt í þær, þá hljótum við að vera heltekin pælingunni. Afleiðingin verðu þá kannski sú að svarið liggi beint fyrir framan nefið á manni og það veldur miklum vonbrigðum því þurfti langan tíma til að finna það út.
Og til hvers?
Við græðum í sjálfu sér ekkert á því, nema andlega kyrrð þar til næsta pæling kemur upp í hugann. Hér skiptir það máli hvort maður sé jákvæður gagnvart þessu eða ekki. Jákvæðir hljóta að fagna þessu og líta á þetta sem einskonar þraut sem þau geta ekki beðið eftir að leysa. Þannig líður mér oft, en ekki alltaf. Einhversstaðar hef ég mín mörk. Ef ég myndi ráða þá myndi ég kannski hafa eina stóra pælingu á dag og síðan lifa lífinu það sem eftir er dagsins í venjulegu hugarástandi. En ef ég pæli í því nánar þá vil ég alls ekki hugsa öðruvísi en ég geri í dag. Auðvitað þá vil ég fullorðnast og þroskast, en hugsunarhátturinn hjá mér er eitthvað sem ég vil hafa ævilangt.
Annað sem mér finnst áhugavert er það að mörg okkar finnum fyrir þeirri þörf að finna tilgang í lífinu sem það lifir. Til hvers að velta sér upp úr því? Ég held að við séum hér einfaldlega útaf okkur sjálfum og það sé beinlínis óþarfi að spá í þessu, ef maður er á annað borð raunsær, sem er aðeins ein hlið á sannleikanum og ekkert réttari fyrir því. Ef maður trúir á hið æðra þá hlýtur maður að lenda í sömu vandamálum því þá hlýtur maður að spyrja sig af hverju guð skapaði sig.
Ég er eiginlega að reyna að segja það að pælingar eru góðar í hófi en ef þær byrja að heltaka líf þitt þá hlýtur það að enda illa, þannig að maður ætti að slaka á endrum og sinnum og það er engin skömm að því að vera freðinn öðru hverju ;)
Ps. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er steypa, enda eru þetta vangaveltur, en ég get því miður ekki orðað þetta neitt öðruvísi, þannig að ég biðst afsökunar og vona að þið skiljið þetta þrátt fyrir allt :)