Lestu biblíuna áður en þú tjáir þig um allt varðandi hana.
Það fer auðvitað eftir einstaklingnum hver er góður. Ísraelsmenn trúðu á og leituðu til Guðs og Guð hjálpaði þeim. Hjá öðrum þjóðum viðgekkst það að trúa ekki á Guð og þess vegna er það rökrétt að Guð hafi frekar valið Ísraelsmenn heldur en hinar. En þó skal þess getið að Guð hjálpaði öllum þeim ó-ísraelsmönnum sem leituðu til Hans. Seinna þegar kristnin kom fram á sjónarsviðið þá varð fagnaðarerindi Jesú Krists opinberað öllum þjóðum í stað þess að vera bundið við Ísraelsmenn eina.
Það eiga auðvitað allir eitthvað gott í sér en í mismunandi magni. Hægt er að vera góður í litlu en vondur í stóru, góður í stóru en vondur í litlu, og síðan er auðvitað hægt að vera góður í öllu.
Lestu bara öll lagaávæðin í Mósebækunum og þar sérðu að öll þau boð sem eru:,,Þú skalt ekki……..´´ Það er einmitt það sem nágrannaþjóðirnar voru að drýgja allillilega.
Hvernig væri heimurinn leiðinlegur ef allir væru kristnir? Þú dæmir það sem þú þekkir ekki. Þegar maður er kristinn þá fyrst gerist lífið skemmtilegt. Maður lifir hvern dag eins og hann sé sá besti, og maður lifir sem kærleikurinn eykst frá dag frá degi. Manstu eftir því þegar þú varst barn og leist ekki á allt sem sjálfsagðan hlut heldur var sem allir dagar væru tímalaus hamingja.
Hvað er fyndið við það að afbrýðisemast,nöldra, hatast, iðka saurlifnað, sukka, vanþakklátast yfir öllu, ræna eigum annara og svoleiðis hluti.
Hér er smágrein til þín um töffaraskap:
Sá hugsunarháttur í dag að vera töff með því að neyta vímuefna, iðka saurlifnað og ofbeldi er einstaklega aumkunarverður að því leyti að allir reyna að vera sömu ófrumlegu og fyrirsjáanlegu manngerðirnar. Enginn maður er nákvæmlega eins og aðrir, þannig að ef maður vill vera frumlegur og vera sem nýtt bragðefni í tilverunni þá ætti maður að vera maður sjálfur. Hvernig getur það kallast jákvætt að herma eftir sama staðlaða lífsforminu sem kallar á engar framfarir og deyðir smám saman það sem gerir mann áhugaverðan. Ekki nóg með það þá lifa hinir svokölluðu töffarar í dag endurtekningarsömu líferni hverja einustu helgi og undrast manni það hvernig fólk getur látið seðja sig á svona ódýrri vöru. Vitið þið ekki að hugur manns er sem ókannaður heimur og áreynslan við það að þekkja sjálfan sig líkist því þegar landkönnuðirnir til forna lentu í miklum ævintýrum við kortlagningu ókunnra svæða. Fólk hefur ótakmarkaða möguleika á því að dunda sér við eitthvað sannlega fullnægjandi hvort sem um er að ræða íþróttir, náttúruferðir, menningarfyrirbæri, tækni, bókmenntir, félagsskap manna og svo leiki í alls kyns mynd.
Ekki nóg með það þá býður kristin trú upp á þá áreynslu við að þekkja sjálfan Guð almáttugan og má því segja að menn hafi nóg fyrir stafni eftir fæðingu sína. Sá maður sem horfist í augu við sjálfan sig í sannleik og breytir rétt eftir því ; þykir mannsæmandi í hinu fullkomna samfélagi Guðs almáttugs.
……………………………………. ….
Búddatrúar? Búddatrúarmenn eru ekkert að stunda kærleik sín á milli heldur hanga þeir í hugleiðslu daginn út og inn.
Sjálfstæði mannsins? Sjálfstæði mannsins kemur fram í seinni heimsstyrjöldinni, spilltum þjóðfélögum og þeim sjúkdómum sem ólifnaðarhættir hafa í för með sér (vímuefni, kynsjúdómar). Lets face it: ,,Við erum ekki sjálfum okkur nóg!´´.
Kristin trú heftir ekki tækni nema þeirra sem þykir pervertísk og ógeðsleg (stríðstækni, vímuefni, klónun fólks fyrir varahluti og svoleiðis ómannúðarlegt).
Hið jarðneska getur ekki stangast á við Hið himneska. Hið himneska er æðra jörðunni og því er engin hætt á því að flugvél finni eða klessi á himnaríki.
Þegar fólk iðkaði galdrabrennur þá var það ekki eftir orðum kristinnnar trúar. Í kristinni trú er boðað miskunnsemi, kærleik og samúð; en ekki morð og brennur. Ég gæti t.d sagt:
,,Gizzo sagði mér gera þetta blablabla´´
Sem sagt þó ég eigni þér eitthvað þá þarf það samt ekkert að þýða að þú hafir sagt það, heldur er eingöngu um lygi að ræða.
Af hverju er það ólíklegt að Guð hafi bjargað Ísraelsmönnum frá þrælahaldi Egypta? Guð er réttlátur og kærleiksríkur, Ísraelsmenn voru fyrirheitin þjóð, þeir trúðu á Guð og síðan voru þeir þrælkaðir harðlega af hendi Egypta (þetta var þrælahald í svipuðum áreynslumiklum stíl og vinnubúðir nasista). Eru þetta ekki meira en nægar ástæður fyrir því að Guð bjargaði þeim!
Þú þekkir ekki einu sinni konuna? Þú hefur verið að rangtúlka allt og alla út frá nokkurra mínútna veru inni í söfnuðinum. Það er munur á gleði og fullnægingu, þú ættir að vita það
Hvað varðar viðhöldnun biblíunnar þá skora ég á þig að fara á google og slá inn: ,,Jesajahandritin´´. Þar muntu sjá það að orð biblíunnar hafa ekkert breyst frá frumhandritunum, auk þess er mikil nærgætni sem veldur því að mörg orð sem ekki þykja 100% traust; eru sögð vanta í sumar heimildir þegar maður les biblíuna.
Prestar og biskupar að breyta biblíunni? Hvað ertu að tala um? Það voru einhverjir kaþólikkar fyrr á öldum sem voru að reyna að breyta biblíunni en það mistókst vegna þess að það þær fyrirtælanir gengu úr skorðum og auk þess voru til margar biblíur í heiminum á þeim tíma.
Ef trúin væri boðuð eins og hún var fyrir þúsund árum þá væri hún alveg eins og hún er í dag vegna þess að kristin trú breystist ekki og hún er fumlega áhugaverð og lífsgefandi orð Guðs. Lestu nýja testentið í biblíunni og þá sérðu hversu innihald þess er gefandi.
Ef þú vilt lesa um annars konar ,,geimverur´´ þá skaltu lesa greinina:
,,Geimverur´´ á geimvísindunum.
Kristin trú er trú, ekki dæmisaga. Biblían er trúarrit, ekki dæmisaga.
P.S
,,Ég nenni ekki að vera að rífast og rökræðandi um biblíuna við mann sem hefur ekki einu sinni lesið hana. Lesu biblíuna svo þú getir tjáð þig um hana. Komdu síðan og talaðu við mig.