Ok. Mér hefur oft liðið svipað..
Mér finnst ég oft hafa betri skynjun á mörgum hlutum en aðrir, en þó ekki meiri gáfur, eða hraða hugsun.
Æ, ég veit ekki.
Ég er á 18 ári núna. Bý úti á landi (elska það) og finnst Rvk vera suddalegur staður, nema þegar ég geng um rólegar þröngar sólríkar götur á rólegum degi.. (Þið hljótið að kannast við tilfinninguna.)
Mér finnst ég vera sér, því ég drekk ekki og djamma á helgum en er frekar mikið nörd, en hvað finnst einhverjum sem drekkur og djammar um helgar um okkur, og finnst þeim þeir vera sér.. Þeir halda kannski um okkur það sem við höldum um þá…
Ég held að öllum finnist þeir vera sérstakir, og það er líklega í sjálfu sér rétt, því líkurnar eru fáránlega litlar á því að maður hitti eins manneskju og sig.
Þessi grein hljómar soldið eins og þú sért yfir hina hafinn, en þó á hún ekki að vera það. Ég held að ég fatti hvað þú átt við.
Ég veit ekki um þetta með þetta pakka-dæmi. Það er eitthvað sem tengist samt líklega þroskastigi..
Mér finnst ég vera þokkalega þroskaður á mörgum sviðum. Ég hlusta á klassíska tónlsit og spila mikið á pianó, því mér finnst það skemmtilegt. Þannig finnst mér ég hafa yfirkomið tónlistarstig sem flestir jafnaldrar mínir hlusta á (FM tónlist). Ég veit alveg til þess að sumum finnst það skemmtilegt að setja 5tu sinf. Beet á fullt, en ég fíla bara rómantísta tónlist frá um 1900. En þó held ég að ég hafi bara ekki upplifað lífið þannig að ég fylgi krökkunum. Var með gleraugu þegar ég var lítill og var soldið fyrir utan vinsælu krakkana, meira úti í nördahópnum. Auk þess sem ég var alinn upp við klassíska tónlist.
Svo er ég ekki mikill íþróttamaður, en vinn núna mikið með öðru fólli (leikstjóri), en mér finnst ég samt ekki alveg passa inn í þetta nútíma þjóðfélag, þá á ég við samfélagslega.
Mér finnst ég oft ekki passa inn í hópinn sem hengur saman og kjaftar og hlær. Jú ég kem oft með aulahúmor og fyndin djók, en ég er samt ekki einn af þeim..
Ég efast samt ekki um að einhverjir munu kannski halda að við höldum að við séum betri en þau. Maður getur bara ekki dæmt fólk, frekar það að fólk þarf að dæma sjálft sig. Það er eins Sókrates sagði.
Ef ég hugsa “Ég er betri en hinir sem djamma.” þá hugsa ég á eftir “En ég get ekki verið betri en þeir með því að vera svona hrokafullur” þá hugsa ég “En samt er ég það” o.s.frv.
Maður þarf bara soldið að finna sjálfur hvernig maður er. Ég veit að ég er ekki enn búinn að finna það alveg út..
Jæja.. Ég vona að þetta hafi ekki farið úr böndunum hér, og að ég hafi haldið mig innan marka umræðuefnisins, en endilega kommentið á það sem ég sagði.
Öll gagnrýni er af hinu góða, annars bætir maður sig ekkert.
Smoking is one of the leading causes of statistics…