Undanfarin 2 ár hefur líf mitt tekið stórum stakkaskiptum hvað varðar skynjun mína á umhverfið. Hvað leiddi að því? Jú ég fór að pæla og pæla og pæla, jafnvel varð þetta svo sick að ég lokaði mig inní herberginu mínu og pældi og hugsaði um allan andskotan allan daginn (þó að sól skini í heiði og allir voru úti að leika sér). Við þessar miklu pælingar og heilabrot varð ég margs vísari oft leitaði ég í miðla, s.s netið, bækur o.m.fl.



Og með tímanum fór ég að koma þessum pælingum í orð og mynda skoðanir, það leiddi frekar oft að sér leiðindi annarra sem misskildu mig. Oft þar að leiðandi er mér sagt af eldra fólki að hætta pæla svona mikið og get on with my life. Þar á meðal mamma og pabbi nema þau segja að þetta er bara tímabundið skeið. ETTA ER ÞAÐ EKKI !!!!. Svo með því að gera mér betur grein fyrir hlutunum í kringum mig fattaði ég tregðuna í öðru fólki í kringum mig fólkið sem hugsar hvernig það eigi að redda sér Landanum sínum fyrir kl:10:00 eða eitthvað álíka.



Mér finnst ég ekki standa fyrir ofan öðrum hvað varðar vitsmuni hæfileika eða gáfaður (þvert á móti gáfaður, enda sagði Sókrates vitur maður veit af sinni eigin heimsku). Ég er bara ekki svona mikil straummaður eins og flest fólk er: það er að segja fólk sem fylgir tísku hlustar bara á tónlist sem það heyrir í útvarpinu eða á Ruzl tíví (vill taka það fram að ég er ekkert æðri en það fólk eða virði það ekki þvert á móti). Þess vegna vill ég helst að fólk fari að pæla meira og byrja verða svoldið sjálfstætt.



Að lokum vil ég spyrja hverjir hérna á huga hafa farið í gegnum þennan sama pakka og ég eða eru ennþá í honum. Endilega share-ið öllu hér

p.s. enga stæla rifrildi eða skítköst gefið bara álit á greinina ef þið viljið og látið allt flakka

Kv. Kork
Hlutir….