Aðvitað er fræðilegur mögleiki á því að þetta gerist.Að vélarnar ráðist á mennina um leið og þær hafi nógar gáfur og hina margumtöluðu gervigreind.
En þá verðum við að spyrja okkur hvað er gervigreind? Er hún sömu vitsmunir og við höfum án allra tilfinninga? Eða er hún eitthvað annað? Ef við hugsum um þetta svona er tölvur fái sama vitsmunastig og við og átti sig á þrælkuninni. Líklega áttar hún sig á þrælkununni en sér enga ástæðu til að berjast gegn okkur . Viljinn til að vera frjáls er löngun og langanir eru tilfinningar.
Ef tölva fær hins vegar sama vitsmunastig og við, með öllum tilfinningum þá er ekki laust við að hún sjái sig sem mann og þá mun vera dálítið erfitt að skilgreina muninn á milli manns og tölvu. Ef vélar myndu líka gera uppreisn gegn okkur í því ástandi þá væri varla hægt að sjá hverju þær væru að gera uppreisn gegn.
Og ef við hugsum þetta rökrétt þá eru stríð með því órökréttasta sem til er. Milljónir deyja til þess eins að hafa frið fram að næsta stríði. Þess vegna eru ekki miklar líkur á því að vélar myndu gera uppreisn að fyrra bragði .Það þyrfti jafnvel að ýta þeim út stríð eins og í Matrix.
Tölvur geta verið illar hafi þær verið forritaðar til þess en annars hafa þær enga ástæðu til þess.
Hatur er tilfinning og ef tölvur hata okkur hafa þær tilfinningar og þá eru þær orðnar það sama og við. Mannlegar.
Kv.Remulean
most plans are critically flawed by their own logic.a failure at any step will ruin everything after it.